Vill draumaúrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem spila í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Talið frá vinstri: Solveig Lára Kjærnested frá Stjörnunni, María Karlsdóttir frá Haukum, Margrét Katrín Jónsdóttir frá Selfossi og Steinunn Björnsdóttir frá Fram. vísir/anton Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur. Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira