Elsa Guðrún vann gull í undankeppninni: Stærsta afrekið á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 13:40 Elsa Guðrún Jónsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands. Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Sjá meira
Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Sjá meira