Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 13:15 Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. Nú sé skipting karla og kvenna við héraðsdóma nokkurn vegin jöfn og hún trúi því að þannig verði þróunin einnig við skipan hæstaréttardómara. En þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir að jafnréttissjónarmið séu ekki höfð til hliðsjónar við skipan hæstaréttardómara. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær út í viðhorf ráðherrans til jafnrar stöðu karla og kvenna í dómaraembættum við Hæstarétt. Fagnaði Svandís því að í stjórnarsáttmála stæði "að jafnrétti í víðtækri merkingu væri órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi." Jafnréttissinnar og femínistar í stjórnmálum hefðu talið að með þessari yfirlýsingu væri komin þverpólitísk stemming fyrir því að hafa kynjajafnréttismál á dagskrá. „Allir ráðherra ríkisstjórnarinnar styðja átak til að jafna hlut kynjanna; He For She. En svo bregður svo við að hæstvirtur dómsmálaráðherra segir að aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara sé ekki til velfarnaðar fallið. Virðulegur forseti, ég spyr hæstvirtan ráðherra, hefur ráðherrann engar áhyggjur af kynjahlutföllunum í dómskerfinu og ef svo er, hvernig telur ráðherrann að hún geti rökstutt þá afstöðu sína með hliðsjón af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði skipta öllu máli að við skipan dómara á öllum stigum dómskerfisins veldust hæfir einstaklingar til starfa. Sérstakri nefnd væri samkvæmt lögum ætlað að meta hæfni umsækjenda um dómarastöður og þá væri horft til fræðilegs bakgrunns þeirra í víðu tilliti. „Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að víkja þessu sjónarmiði til hliðar fyrir það sjónarmið að fjölga tilteknum einstaklingum í réttinn. Á grundvelli einhverra sjónarmiða eins og t.d. kynjasjónarmiða. Ég spyr þá bara á móti, hvaða sjónarmið vilja menn leggja til grundvallar við skipun dómara, spurði Sigríður. Það væri hennar sannfæring að réttarörygginu væri best borgið með því að líta til hæfni umsækjenda. „Ég hef líka sagt að ég hef engar áhyggjur af því eins og staðan er orðin í dag að meðal hæfustu umsækjenda séu konur jafnt sem karlar,“ sagði dómsmálaráðherra. „Ég ætla mér ekki að snúa út úr hennar orðum en það liggur hér í loftinu, og hún hefur þá tækifæri til að leiðrétta það, að hún telji að réttaröryggi sé stefnt í hættu með því að horfa til kynjasjónarmiða. Ég vona auðvitað að það sé ekki hennar afstaða en ég get ekki betur skilið af hennar orðum en að kyn skipti engu máli,“ sagði Svandís. Dómsmálaráðherra benti á að það væri nokkurn vegin jöfn skipting milli kynjanna við héraðsdóma landsins. Nú sætu níu dómarar við Hæstarétt en þeir yrðu sjö eftir næstu áramót. „Ég hef engar áhyggjur af því en að með tímanum, og það auðvitað hefur verið jafnari skipting þar en er akkúrat núna; að þá muni konum auðvitað fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt. Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem er falið að meta hæfi kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar,“ sagði Sigríður Andersen.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira