Ný Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 11:41 Ford Fiesta 2018. Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent