Þeir tveir voru í hollu með þeim Paul O'Neill og Garry Singer. Singer rekur umboðsmannaskrifstofu en O'Neill er fyrrverandi atvinnumaður í handbolta.
„Skorið hjá Trump var í kringum 80. Hann er ansi góður af manni sem er orðinn sjötugur,“ sagði McIlroy.
Rory er að jafna sig eftir meiðsli. Hann ætlaði ekki að spila golf á næstunni en varð að gera undantekningu er símtalið kom frá Hvíta húsinu kvöldinu áður en Trump vildi spila við hann.
Big battle today at Trump International with Clear CEO Garry Singer @McIlroyRory @PaulONeillYES @realDonaldTrump Drain the putt... pic.twitter.com/AZJqEVtlBT
— ClearSports (@ClearSportsLLC) February 19, 2017