Kynningin í dag var sú fyrsta þar sem raunverulegur bíll var til sýnis. Williams og Sauber hafa einungis birt myndir af sínum bílum.

Ökumenn liðsins í ár verða Jolyon Palmer sem ók fyrir liðið í fyrra en með honum verður Nico Hulkenberg sem kemur til Renault frá Force India.
Renault settur markmiðið á að ná fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða í ár. Liðið hafnaði í níunda sæti í fyrra.