Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2017 20:00 Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. Kjaradeila sjómanna er sú lengsta sem embætti ríkissáttasemjara hefur haft á sínu borði frá stofnun embættisins. Um klukkustund eftir að samþykkja nýjan kjarasamning við útgerðarmenn og verkfalli hafði verið aflýst var öll áhöfnin á Ásbirni RE50 mætt í skip að búa sig til brottfarar. En spólum aðeins aftur í tímann. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags og strax sama dag og fram á sunnudag var samningurinn kynntur sjómönnum og fór hann til atkvæðagreiðslu. En hún stóð stutt yfir og á áttunda tímanum í gærkvöldi voru kjörkassar með atkvæðum sjómanna um nýjan kjarasamning bornir inn í húsakynni ríkissáttasemjara. Fulltrúar sjómanna tóku sig til og undirbjó talningu sem hófst formlega klukkan átta. Á meðan sátu fulltrúar SFS frammi og biðu niðurstöðunnar en skömmu seinna voru þeir kallaðir inn í fundarherbergi sjómanna þar sem farið var yfir úrslit kosninganna. Eftir það fengu fjölmiðlar hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Já sögðu 623 eða 52,4%, nei sögðu 558 eða 46,9%. Auðir og ógildir voru átta eða 0,7% og samningurinn telst því samþykktur að hálfu sjómanna og stjórn SFS samþykkti samninginn líka einróma,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er deilan sú lengsta í sögu embættisins frá upphafi. Samningur sjómanna við útgerðina losnaði 1. janúar árið 2011 og þangað til í gær voru sjómenn án kjarasamnings í 2242 daga eða sex ár, einn mánuð og nítján daga. Kjaradeilan fór til ríkissáttasemjara 22. maí 2012 og var þar í 1735 daga. Sjómenn gátu haldið til veiða í gær.Vísir/AntonSkárri kosturinn valinn Fulltrúar sjómanna og útgerðamanna voru fegnir niðurstöðunni og fóru strax í að tilkynna um niðurstöðuna svo skip gætu haldið til sjós eins fljót og auðið var. „Við erum komin með samning sem að báðir aðilar hafa samþykkt og það er ótrúlega dýrmætt að það þurfti ekki að grípa til inngrips þriðja aðila,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi. „Það held ég alveg örugglega. Ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það gætu komið lög á menn ef þetta yrði ekki samþykkt enda held ég að menn hafi valið skárri kostinn,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég svona þessa tilfinningu að við myndum klára þetta og ná þessu í gegn núna þegar við skrifuðum undir og við fengum staðfestingu á því í kvöld og ég er bara gríðarlega ánægður og þakklátur,“ sagði Jens Garðarsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Ósáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra Það var samt tæpt að samningurinn yrði samþykktur og athyglu vekur að rétt rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem voru að kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það er alltaf þannig að þegar verið er að leysa eina erfiðustu kjaradeilu Íslandsögunnar, ef þannig má að orði komast að þá er viss léttir í því. Það er alltaf smá kvíðbogi yfir því þegar atkvæðagreiðsla fer með þessum hætti þar sem að helmingur félagsmanna er ekki sáttur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkfall sjómanna hefur haft víðtæk áhrif, þá sérstaklega á landvinnsluna en meira en fimmtán hundruð manns voru komnir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins. „Í mínu bæjarfélagi og hjá mér eru fleiri hundruð fiskvinnslukonur, ég er með þannig stéttarfélag, þetta er deildaskipt félag, þannig að ég hef haft miklar áhyggjur af þessu öllu saman og við höfum reynt að leggja okkur í líma við að reyna leysa þessa erfiðu deilu,“ sagði Vilhjálmur Og Vilhjálmur var ekki sáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra að kjaradeilunni. „Ég neita núna að tjá mig um aðkomu sjávarútvegsráðherra. Hún var henni ekki til sóma. Svo mikið er víst,“ sagði Vilhjálmur.Skipverjar á Ásbirni RE50 gera sig klára eftir langt verkfall.Vísir/AntonSjómenn fegnir að vera aftur komnir til starfa Þrátt fyrir að tæpur helmingur sjómanna hafi ekki mætt á kjörstað og greitt samningnum atkvæði um helgina eru flestir fegnir því að vera komnir til vinnu aftur. Eins og sjá mátti á Reykjavíkurhöfn eru flest þeirra skipa sem voru þar í gær, farin til veiða. „Það verður gott að komast í vinnuna aftur,“ sagði Friðleifur Eiríksson, skipstjóri á Ásbirni RE 50 í gær. „Ég held að það hafi ekki verið neitt meira í boði. Við komum sæmilega út úr þessu en það hefði verið hægt að gera betur,“ sagði Emil Sigurður Magnússon, stýrimaður á Ásbirni en rætt var við fleiri skipverja á Ásbirni en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45 Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. Kjaradeila sjómanna er sú lengsta sem embætti ríkissáttasemjara hefur haft á sínu borði frá stofnun embættisins. Um klukkustund eftir að samþykkja nýjan kjarasamning við útgerðarmenn og verkfalli hafði verið aflýst var öll áhöfnin á Ásbirni RE50 mætt í skip að búa sig til brottfarar. En spólum aðeins aftur í tímann. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags og strax sama dag og fram á sunnudag var samningurinn kynntur sjómönnum og fór hann til atkvæðagreiðslu. En hún stóð stutt yfir og á áttunda tímanum í gærkvöldi voru kjörkassar með atkvæðum sjómanna um nýjan kjarasamning bornir inn í húsakynni ríkissáttasemjara. Fulltrúar sjómanna tóku sig til og undirbjó talningu sem hófst formlega klukkan átta. Á meðan sátu fulltrúar SFS frammi og biðu niðurstöðunnar en skömmu seinna voru þeir kallaðir inn í fundarherbergi sjómanna þar sem farið var yfir úrslit kosninganna. Eftir það fengu fjölmiðlar hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Já sögðu 623 eða 52,4%, nei sögðu 558 eða 46,9%. Auðir og ógildir voru átta eða 0,7% og samningurinn telst því samþykktur að hálfu sjómanna og stjórn SFS samþykkti samninginn líka einróma,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er deilan sú lengsta í sögu embættisins frá upphafi. Samningur sjómanna við útgerðina losnaði 1. janúar árið 2011 og þangað til í gær voru sjómenn án kjarasamnings í 2242 daga eða sex ár, einn mánuð og nítján daga. Kjaradeilan fór til ríkissáttasemjara 22. maí 2012 og var þar í 1735 daga. Sjómenn gátu haldið til veiða í gær.Vísir/AntonSkárri kosturinn valinn Fulltrúar sjómanna og útgerðamanna voru fegnir niðurstöðunni og fóru strax í að tilkynna um niðurstöðuna svo skip gætu haldið til sjós eins fljót og auðið var. „Við erum komin með samning sem að báðir aðilar hafa samþykkt og það er ótrúlega dýrmætt að það þurfti ekki að grípa til inngrips þriðja aðila,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi. „Það held ég alveg örugglega. Ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það gætu komið lög á menn ef þetta yrði ekki samþykkt enda held ég að menn hafi valið skárri kostinn,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég svona þessa tilfinningu að við myndum klára þetta og ná þessu í gegn núna þegar við skrifuðum undir og við fengum staðfestingu á því í kvöld og ég er bara gríðarlega ánægður og þakklátur,“ sagði Jens Garðarsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Ósáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra Það var samt tæpt að samningurinn yrði samþykktur og athyglu vekur að rétt rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem voru að kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það er alltaf þannig að þegar verið er að leysa eina erfiðustu kjaradeilu Íslandsögunnar, ef þannig má að orði komast að þá er viss léttir í því. Það er alltaf smá kvíðbogi yfir því þegar atkvæðagreiðsla fer með þessum hætti þar sem að helmingur félagsmanna er ekki sáttur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkfall sjómanna hefur haft víðtæk áhrif, þá sérstaklega á landvinnsluna en meira en fimmtán hundruð manns voru komnir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins. „Í mínu bæjarfélagi og hjá mér eru fleiri hundruð fiskvinnslukonur, ég er með þannig stéttarfélag, þetta er deildaskipt félag, þannig að ég hef haft miklar áhyggjur af þessu öllu saman og við höfum reynt að leggja okkur í líma við að reyna leysa þessa erfiðu deilu,“ sagði Vilhjálmur Og Vilhjálmur var ekki sáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra að kjaradeilunni. „Ég neita núna að tjá mig um aðkomu sjávarútvegsráðherra. Hún var henni ekki til sóma. Svo mikið er víst,“ sagði Vilhjálmur.Skipverjar á Ásbirni RE50 gera sig klára eftir langt verkfall.Vísir/AntonSjómenn fegnir að vera aftur komnir til starfa Þrátt fyrir að tæpur helmingur sjómanna hafi ekki mætt á kjörstað og greitt samningnum atkvæði um helgina eru flestir fegnir því að vera komnir til vinnu aftur. Eins og sjá mátti á Reykjavíkurhöfn eru flest þeirra skipa sem voru þar í gær, farin til veiða. „Það verður gott að komast í vinnuna aftur,“ sagði Friðleifur Eiríksson, skipstjóri á Ásbirni RE 50 í gær. „Ég held að það hafi ekki verið neitt meira í boði. Við komum sæmilega út úr þessu en það hefði verið hægt að gera betur,“ sagði Emil Sigurður Magnússon, stýrimaður á Ásbirni en rætt var við fleiri skipverja á Ásbirni en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45 Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48
Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34