Fyrst ber að nefna að uggi á loftinntakið kemur aftur til sögunnar. Loftinntakið sjálft fyrir ofan höfuð ökumanns er skipt í tvennt.
Vélin í bílnum verður 2016 vél frá Ferrari.

„Með samstarfinu við Longbow Finance sjáum við fram á bjarta framtíð og við ætlum okkur að verða samkeppnishæf og snúa aftur til fornrar frægðar í Formúlu 1,“ sagði Kaltenborn.
Nýr tæknistjóri Sauber, Jorg Zander segir að liðið hafi lagt mikla áherslu á stöðuleika í loftflæðihönnun frekar en að hámarka niðurtog.

„Við gátum byrjað snemma að hanna bílinn í kringum vélina, því við þekktum hana vel, kæliþörf hennar og skiptinguna sem dæmi,“ sagði Zander.