Sauber afhjúpar nýjan bíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. febrúar 2017 22:30 Sauber C36-Ferrari í afmælislitum. Vísir/Sauber Sauber liðið í Formúlu 1 hefur birt fyrstu myndirnar af nýjum bíl sínum, C36, fyrir komandi tímabil. Litirnir í bílnum eru í tilefni af 25 ára afmæli Sauber liðsins sem Formúlu 1 liðs. Fyrst ber að nefna að uggi á loftinntakið kemur aftur til sögunnar. Loftinntakið sjálft fyrir ofan höfuð ökumanns er skipt í tvennt. Vélin í bílnum verður 2016 vél frá Ferrari.Sauber C36-Ferrari.Vísir/SauberMonisha Kaltenborn, liðsstjóri Sauber segir að spennandi tímar séu framundan og að liðið ætli sér að snú aftur til harðari baráttu um stig í ár. „Með samstarfinu við Longbow Finance sjáum við fram á bjarta framtíð og við ætlum okkur að verða samkeppnishæf og snúa aftur til fornrar frægðar í Formúlu 1,“ sagði Kaltenborn. Nýr tæknistjóri Sauber, Jorg Zander segir að liðið hafi lagt mikla áherslu á stöðuleika í loftflæðihönnun frekar en að hámarka niðurtog.Sauber C36-Ferrari. Óneitanlega myndarlegur bíll.Vísir/SauberAf því að liðið hefur vitað í talsverðan tíma að það myndi nota 2016 vélina frá Ferrari var hægt að byrja snemma að hanna bílinn. „Við gátum byrjað snemma að hanna bílinn í kringum vélina, því við þekktum hana vel, kæliþörf hennar og skiptinguna sem dæmi,“ sagði Zander. Formúla Tengdar fréttir Williams bíllinn afhjúpaður Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum. 17. febrúar 2017 17:45 Pascal Wehrlein missir af fyrstu æfingunum Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 mun missa af fyrstu æfingunum fyrir tímabilið sem hefjast 27. febrúar. Hann varð fyrir bakmeiðslum í keppni meistaranna í janúar. Hann velti bíl sínum þar. 17. febrúar 2017 06:30 Hamilton: Hættum að deila gögnum með liðsfélaganum Þrefaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton telur að það væri skynsamlegt ef liðsfélagar hættu að deila gögnum um akstur sinn. 19. febrúar 2017 22:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sauber liðið í Formúlu 1 hefur birt fyrstu myndirnar af nýjum bíl sínum, C36, fyrir komandi tímabil. Litirnir í bílnum eru í tilefni af 25 ára afmæli Sauber liðsins sem Formúlu 1 liðs. Fyrst ber að nefna að uggi á loftinntakið kemur aftur til sögunnar. Loftinntakið sjálft fyrir ofan höfuð ökumanns er skipt í tvennt. Vélin í bílnum verður 2016 vél frá Ferrari.Sauber C36-Ferrari.Vísir/SauberMonisha Kaltenborn, liðsstjóri Sauber segir að spennandi tímar séu framundan og að liðið ætli sér að snú aftur til harðari baráttu um stig í ár. „Með samstarfinu við Longbow Finance sjáum við fram á bjarta framtíð og við ætlum okkur að verða samkeppnishæf og snúa aftur til fornrar frægðar í Formúlu 1,“ sagði Kaltenborn. Nýr tæknistjóri Sauber, Jorg Zander segir að liðið hafi lagt mikla áherslu á stöðuleika í loftflæðihönnun frekar en að hámarka niðurtog.Sauber C36-Ferrari. Óneitanlega myndarlegur bíll.Vísir/SauberAf því að liðið hefur vitað í talsverðan tíma að það myndi nota 2016 vélina frá Ferrari var hægt að byrja snemma að hanna bílinn. „Við gátum byrjað snemma að hanna bílinn í kringum vélina, því við þekktum hana vel, kæliþörf hennar og skiptinguna sem dæmi,“ sagði Zander.
Formúla Tengdar fréttir Williams bíllinn afhjúpaður Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum. 17. febrúar 2017 17:45 Pascal Wehrlein missir af fyrstu æfingunum Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 mun missa af fyrstu æfingunum fyrir tímabilið sem hefjast 27. febrúar. Hann varð fyrir bakmeiðslum í keppni meistaranna í janúar. Hann velti bíl sínum þar. 17. febrúar 2017 06:30 Hamilton: Hættum að deila gögnum með liðsfélaganum Þrefaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton telur að það væri skynsamlegt ef liðsfélagar hættu að deila gögnum um akstur sinn. 19. febrúar 2017 22:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Williams bíllinn afhjúpaður Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum. 17. febrúar 2017 17:45
Pascal Wehrlein missir af fyrstu æfingunum Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 mun missa af fyrstu æfingunum fyrir tímabilið sem hefjast 27. febrúar. Hann varð fyrir bakmeiðslum í keppni meistaranna í janúar. Hann velti bíl sínum þar. 17. febrúar 2017 06:30
Hamilton: Hættum að deila gögnum með liðsfélaganum Þrefaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton telur að það væri skynsamlegt ef liðsfélagar hættu að deila gögnum um akstur sinn. 19. febrúar 2017 22:30
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30