Söguþráður þessarar myndar hefst þegar Dom, leikinn af Vin Diesel, og Letty, leikin af Michelle Rodriguez, eru í brúðkaupsferð sinni og restin af teyminu þeirra lifir því sem gæti kallast venjulegt líf.
Dularfull kona, leikin af Charlize Theron, verður hins vegar á vegi Doms og tælir hann aftur inn á glæpabrautina sem verður til þess að hann svíkur þá sem standa honum næst.
Í þessari stiklu sést mun meira af persónu Charlize Theron en áður en í stiklunni má einnig sjá Íslandi bregða nokkrum sinnum fyrir.