Tala látinna komin í 30 í sjúkrahúsinu í Kabul Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 13:08 Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Vísir/AFP Minnst 30 eru látnir og 50 særðir eftir árás vígamanna Íslamska ríkisins á stærsta hersjúkrahúsið í Kabul í Afganistan í morgun. Vígamennirnir, sem voru klæddir eins og starfsmenn sjúkrahússins, brutu sér leið inn í sjúkrahúsið eftir að einn þeirra sprengdi sprengjubelti sitt við inngang þess. Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Þeir héldu sjúkrahúsinu í um sex klukkustundir, en hópur sérsveitarmanna var fluttur með þyrlu á þak þess og felldu þeir árásarmennina fjóra. Þá höfðu miklir bardagar staðið yfir í og við sjúkrahúsið.Hér fyrir neðan má sjá myndband af sérsveitarmönnunum lenda á þakinu. Þar má einnig sjá hvernig fólk falldi sig á syllum fyrir utan glugga á sjúkrahúsinu.Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina og segir hana brjóta gegn mannlegum gildum. „Í öllum trúarbrögðum eru sjúkrahús talin vera griðarstaðir og að ráðast á slíkt er að ráðast á allt Afganistan.“ Fréttaveita ISIS hefur birt myndir og myndskeið sem vígamennirnir tóku inn í sjúkrahúsinu og þar fyrir utan. Talibanar í Afganistan segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt. Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er í Kabul á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hún hafði nýverið heimsótt sjúkrahúsið og rætt við unga kvenlækna sem vinna þar. Hún segist ekkert vita enn um afdrif læknanna sem hún ræddi við.Una Sighvatsdóttir.VísirÍ færslu á Facebook segir Una viðtal við dr. Sonia Baha hafi birst í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. „Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir. Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu,“ segir Una. Með færslunni birti hún viðtalið við dr. Sonia Baha sem sjá má hér að neðan. Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira
Minnst 30 eru látnir og 50 særðir eftir árás vígamanna Íslamska ríkisins á stærsta hersjúkrahúsið í Kabul í Afganistan í morgun. Vígamennirnir, sem voru klæddir eins og starfsmenn sjúkrahússins, brutu sér leið inn í sjúkrahúsið eftir að einn þeirra sprengdi sprengjubelti sitt við inngang þess. Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Þeir héldu sjúkrahúsinu í um sex klukkustundir, en hópur sérsveitarmanna var fluttur með þyrlu á þak þess og felldu þeir árásarmennina fjóra. Þá höfðu miklir bardagar staðið yfir í og við sjúkrahúsið.Hér fyrir neðan má sjá myndband af sérsveitarmönnunum lenda á þakinu. Þar má einnig sjá hvernig fólk falldi sig á syllum fyrir utan glugga á sjúkrahúsinu.Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina og segir hana brjóta gegn mannlegum gildum. „Í öllum trúarbrögðum eru sjúkrahús talin vera griðarstaðir og að ráðast á slíkt er að ráðast á allt Afganistan.“ Fréttaveita ISIS hefur birt myndir og myndskeið sem vígamennirnir tóku inn í sjúkrahúsinu og þar fyrir utan. Talibanar í Afganistan segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt. Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er í Kabul á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hún hafði nýverið heimsótt sjúkrahúsið og rætt við unga kvenlækna sem vinna þar. Hún segist ekkert vita enn um afdrif læknanna sem hún ræddi við.Una Sighvatsdóttir.VísirÍ færslu á Facebook segir Una viðtal við dr. Sonia Baha hafi birst í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. „Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir. Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu,“ segir Una. Með færslunni birti hún viðtalið við dr. Sonia Baha sem sjá má hér að neðan.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira