Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. mars 2017 14:00 Felipe Massa fór hraðast allra í dag á Williams bílnum. Vísir/Getty Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. Báðir fóru Massa og Vettel 168 hringi um brautina í Katalóníu. Þeir óku því hvor um sig rúmlega tvær og hálfar keppnisvegalengdir. Daniel Ricciardo varð annar fljótastur á Red Bull bílnum. Vettel var þriðji fljótastur en á harðari og hægari dekkjum en hinir tveir sem hraðar fóru. Mercedes mennirnir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru fjórðu og fimmtu í dag. Hamilton fór 49 hringi en Bottas 86. Pascal Wehrlein fékk sinn fyrsta skammt í 2017 bílnum hjá Sauber liðinu í dag. Hann snéri aftur til aksturs eftir meiðsli sem héldu honum frá fyrri æfingalotunni.Stoffel Vandoorne átti brösóttan dag í McLaren bílnum.Vísir/GettyVandamál McLaren héldu áfram en þó er vert að taka fram að Stoffel Vandoorne fór 80 hringi í bílnum. Þó settu bilarnir strik í reikninginn hjá liðinu í dag. Honda vélin er enn að valda vandræðum. Renault liðið átti versta daginn af öllum liðum í dag. Jolyon Palmer kom bílnum 15 hringi og var hægastur allra. Hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Massa. Æfingar halda áfram á morgun og Vísir fylgist áfram með. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01 Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. Báðir fóru Massa og Vettel 168 hringi um brautina í Katalóníu. Þeir óku því hvor um sig rúmlega tvær og hálfar keppnisvegalengdir. Daniel Ricciardo varð annar fljótastur á Red Bull bílnum. Vettel var þriðji fljótastur en á harðari og hægari dekkjum en hinir tveir sem hraðar fóru. Mercedes mennirnir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru fjórðu og fimmtu í dag. Hamilton fór 49 hringi en Bottas 86. Pascal Wehrlein fékk sinn fyrsta skammt í 2017 bílnum hjá Sauber liðinu í dag. Hann snéri aftur til aksturs eftir meiðsli sem héldu honum frá fyrri æfingalotunni.Stoffel Vandoorne átti brösóttan dag í McLaren bílnum.Vísir/GettyVandamál McLaren héldu áfram en þó er vert að taka fram að Stoffel Vandoorne fór 80 hringi í bílnum. Þó settu bilarnir strik í reikninginn hjá liðinu í dag. Honda vélin er enn að valda vandræðum. Renault liðið átti versta daginn af öllum liðum í dag. Jolyon Palmer kom bílnum 15 hringi og var hægastur allra. Hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Massa. Æfingar halda áfram á morgun og Vísir fylgist áfram með.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01 Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01
Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30
Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30