Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2017 10:00 Khabib með Joe Rogan. vísir/getty UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst. MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst.
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira