Svipmynd Markaðarins: Fær útrás í Beyoncé dansi í Kramhúsinu 4. mars 2017 10:30 Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's á Íslandi. Vísir/Anton Brink Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s, hefur starfað hjá fyrirtækinu í um þrjú ár. Hún er 26 ára gömul, uppalin í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands. Þaðan lá leiðin í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Anna er í sambúð með Sverri Fal Björnssyni, verkefnastjóra hjá WOW air, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Árið 2017 hefur verið ansi viðburðaríkt þó það sé ekki mikið búið af því. Ég kom sjálfri mér á óvart þegar ég keypti mér skipulagsbók sem ég hef í raun skrifað í og notað mjög mikið. Það kom mér líka á óvart að Ranieri var rekinn frá Leicester City.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Instagram, Twitter og Snapchat mjög mikið þar sem ég set sjálf inn efni. Síðan hefur appið Clue reynst mér mjög vel ásamt Podcast og Spotify. Uppáhaldsappið er samt að sjálfsögðu Domino’s-appið.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er mjög virk í félagslífinu og ver miklum tíma með vinum og kærasta. Mér finnst mjög gaman að elda og fá fólk í mat ásamt því að ferðast. Hvernig heldur þú þér í formi? Ég æfi fjórum sinnum í viku í hópaþjálfun hjá Birki Vagni í World Class, einu sinni í viku fæ ég síðan útrás í Beyoncé dansi í Kramhúsinu. Þess á milli hleyp ég og fer í þoltíma eins og til dæmis spinning.Hvernig tónlist hlustar þú á? Það fer allt eftir skapi. Allt frá hiphopi til power-ballaða.Ertu í þínu draumastarfi? Starfið mitt er mjög fjölbreytilegt frá degi til dags og einn hluti af starfinu felst í því að smakka pitsur. Ég held að það sé erfitt að toppa það! WOW Air Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s, hefur starfað hjá fyrirtækinu í um þrjú ár. Hún er 26 ára gömul, uppalin í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands. Þaðan lá leiðin í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Anna er í sambúð með Sverri Fal Björnssyni, verkefnastjóra hjá WOW air, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Árið 2017 hefur verið ansi viðburðaríkt þó það sé ekki mikið búið af því. Ég kom sjálfri mér á óvart þegar ég keypti mér skipulagsbók sem ég hef í raun skrifað í og notað mjög mikið. Það kom mér líka á óvart að Ranieri var rekinn frá Leicester City.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Instagram, Twitter og Snapchat mjög mikið þar sem ég set sjálf inn efni. Síðan hefur appið Clue reynst mér mjög vel ásamt Podcast og Spotify. Uppáhaldsappið er samt að sjálfsögðu Domino’s-appið.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er mjög virk í félagslífinu og ver miklum tíma með vinum og kærasta. Mér finnst mjög gaman að elda og fá fólk í mat ásamt því að ferðast. Hvernig heldur þú þér í formi? Ég æfi fjórum sinnum í viku í hópaþjálfun hjá Birki Vagni í World Class, einu sinni í viku fæ ég síðan útrás í Beyoncé dansi í Kramhúsinu. Þess á milli hleyp ég og fer í þoltíma eins og til dæmis spinning.Hvernig tónlist hlustar þú á? Það fer allt eftir skapi. Allt frá hiphopi til power-ballaða.Ertu í þínu draumastarfi? Starfið mitt er mjög fjölbreytilegt frá degi til dags og einn hluti af starfinu felst í því að smakka pitsur. Ég held að það sé erfitt að toppa það!
WOW Air Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira