Endurkoma Nokia STJÓRNARMAÐURINN skrifar 5. mars 2017 11:00 Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Nýverið var tilkynnt að Nokia hygðist hefja innreið á farsímamarkað á ný, en félagið HDM Global ætlar að setja hinn forna 3310 síma aftur á markað. Nokia-merkið hefur undanfarin ár gengið gegnum mikinn öldudal eftir að hafa verið leiðandi á farsímamarkaði um langt skeið upp úr aldamótum. Nokia er vissulega fjölbreytt fyrirtæki en farsímadeild félagsins var seld til Microsoft fyrir nokkrum árum. HDM Global er stofnað af gömlum Nokia-farsímakempum sem hyggjast reisa nafnið úr öskustónni. Auk þess að kaupa farsímahlutann af Microsoft hafa þeir einnig fengið leyfi hjá Nokia til að framleiða farsíma undir merkjum félagsins. Þegar markaðshlutdeild Nokia féll á nánast einni nóttu var það vegna nýrra og ferskra síma sem komu frá Apple og hinum ýmsu framleiðendum með stýrikerfið Android. Fallið var dramatískt með eindæmum en í árslok 2007 seldi Nokia annan hvern farsíma í heiminum. Fimm árum síðar var hlutfallið 3,5 prósent. Nokia var nátttröllið sem dagaði uppi. Þess vegna er nálgun Nokia nú að mörgu leyti forvitnileg. 3310 símanum er ætlað að höfða til þeirra sem vilja einfaldan síma, eða þeirra sem þurfa að hafa tvo. Síminn býður með öðrum orðum upp á afturhvarf til fortíðar. Sennilegt er að markhópurinn sé nokkuð stór. Þannig hefur það færst í aukana meðal voldugra í viðskiptalífinu í Bretlandi að vera einungis með gamlan Nokia síma sem aðeins ber símtöl og textaskilaboð. Þannig gefa þeir þau skilaboð að þeir séu ekki þrælar tölvupóstsins heldur ráði tíma sínum sjálfir. Phillip Green, eigandi Topshop, er sennilega þekktasta dæmið. Kannski er Nokia nú með puttann á púlsinum, rétt eins og þeir sváfu á verðinum fyrir um áratug? Getum við annars ekki öll verið sammála um að stundum sé nauðsynlegt að gefa snjallsímanum frí?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira