Rakarinn á Selfossi slasaðist við dómgæslu en varð undir í baráttu við Sjúkratryggingar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 10:30 Rakarinn góðkunni á Selfossi, Kjartan Björnsson, tapaði gær máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem hann höfðaði gegn Sjúkratryggingum Íslands. Kjartan var að dæma leik á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í mars árið 2012 er hann meiddist mjög alvarlega. Hann var þá að koma boltanum aftur í leik og sparkaði honum fast gegn vindi með þeim afleiðingum að lærvöðvinn á hægri fæti rifnaði mjög illa. 70 prósent af vöðvanum slitnaði. Afleiðingarnar voru þær að Kjartan varð að leggja flautuna á hilluna. Hann hefur einnig átt erfitt með að sinna starfi sínu að fullu og einnig hefur þetta truflað kórstarf Kjartans enda á hann erfitt með standa lengi. Hann var síðan metinn með 7 prósent varanlega örorku. Kjartan fór í mál við Sjúkratryggingar Íslands vegna málsins en tapaði þeim slag fyrir héraðsdómi í gær.Fótbolti er í fyrsta sæti hjá fjölskyldu Kjartans en sonurinn, Viðar Örn, raðar inn mörkum í Ísrael þessi misserin.vísir/afpMetinn með sjö prósent örorku „Það er afar einkennilegt að dómurinn skuli túlka slysahugtakið með þessum hætti. Ég hef dæmt síðan ég var 18 ára og hafði verið launþegi hjá KSÍ síðustu tólf til fjórtán árin. Þar af leiðandi ætti ég að njóta þeirra réttinda sem launþegi á rétt á,“ segir Kjartan svekktur. „Ég slasa mig við mína vinnu. Að ég þurfi síðan að bögglast við að eitthvað slysahugtak sé teygt og togað með þessum hætti er auðvitað algjörlega með ólíkindum. Ég er metinn með 7 prósent örorku sem er hlutfallslega of lítið. Síðan er kemur að því að færa málið til Sjúkratrygginga Íslands þá neita þeir að viðurkenna þetta sem slys. Eins og ég hafi verið að leika mér að því að slasa mig.“ Kjartan segist hafa haft mikla ánægju af því að dæma út um allt land og er súr yfir því að meiðslin hafi bundið enda á dómaraferil hans.Dæmdi síðasta leikinn hálfhaltur „Ég ætlaði ekki að hætta fyrr en ég væri í fyrsta lagi orðinn fimmtugur. Ég var í fínu formi. Þetta var því súrt. Hálfhaltur og illa til reika dæmdi ég minn síðasta leik vorið 2012 hjá mínu heimafélagi á Selfossi. Ég vildi hætta formlega heima eftir að hafa verið borinn af velli í leiknum þar á undan,“ segir Kjartan og honum sárnar meðferðin sem hann fékk hjá Sjúkratryggingum. „Það er látið að því liggja að ég hafi nánast verið að búa þetta til eða verið illa fyrirkallaður og illa stemmdur líkamlega er þetta gerist. Það er algerlega fráleitt. Það er túlkun á þessu slysahugtaki sem allt saman snýst um. Sjúkratryggingar Íslands eru grunnstoð sem almenningur treystir á. Í þetta er maður búinn að borga alla tíð.“ Kjartan hefur ekki ákveðið hvort hann muni áfrýja dómnum en meiðslin hafa haft áhrif á hans daglega líf. „Ég þarf að standa allan daginn í minni vinnu og ég stend líka í karlakórnum. Það tekur í fótinn á mér. Þreytumerki því ég er ekki með allan lærvöðvann eins og hann var. Ég hlusta samt ekki á væl. Ég er vinnunnar maður og hef alltaf verið. Þetta er samt meira prinsipp atriði hjá mér að sækja þetta mál. Það snýst ekki um peninga heldur að ef ég verð fótalaus eftir nokkur ár að þá sé örorkan viðurkennd hjá Sjúkratryggingum Íslands en þeir vinna málið og mega hafa ævarandi skömm fyrir hvernig þeir hafa hagað sér í þessu.“Hér má lesa dóminn í heild sinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Sjá meira
Rakarinn góðkunni á Selfossi, Kjartan Björnsson, tapaði gær máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem hann höfðaði gegn Sjúkratryggingum Íslands. Kjartan var að dæma leik á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í mars árið 2012 er hann meiddist mjög alvarlega. Hann var þá að koma boltanum aftur í leik og sparkaði honum fast gegn vindi með þeim afleiðingum að lærvöðvinn á hægri fæti rifnaði mjög illa. 70 prósent af vöðvanum slitnaði. Afleiðingarnar voru þær að Kjartan varð að leggja flautuna á hilluna. Hann hefur einnig átt erfitt með að sinna starfi sínu að fullu og einnig hefur þetta truflað kórstarf Kjartans enda á hann erfitt með standa lengi. Hann var síðan metinn með 7 prósent varanlega örorku. Kjartan fór í mál við Sjúkratryggingar Íslands vegna málsins en tapaði þeim slag fyrir héraðsdómi í gær.Fótbolti er í fyrsta sæti hjá fjölskyldu Kjartans en sonurinn, Viðar Örn, raðar inn mörkum í Ísrael þessi misserin.vísir/afpMetinn með sjö prósent örorku „Það er afar einkennilegt að dómurinn skuli túlka slysahugtakið með þessum hætti. Ég hef dæmt síðan ég var 18 ára og hafði verið launþegi hjá KSÍ síðustu tólf til fjórtán árin. Þar af leiðandi ætti ég að njóta þeirra réttinda sem launþegi á rétt á,“ segir Kjartan svekktur. „Ég slasa mig við mína vinnu. Að ég þurfi síðan að bögglast við að eitthvað slysahugtak sé teygt og togað með þessum hætti er auðvitað algjörlega með ólíkindum. Ég er metinn með 7 prósent örorku sem er hlutfallslega of lítið. Síðan er kemur að því að færa málið til Sjúkratrygginga Íslands þá neita þeir að viðurkenna þetta sem slys. Eins og ég hafi verið að leika mér að því að slasa mig.“ Kjartan segist hafa haft mikla ánægju af því að dæma út um allt land og er súr yfir því að meiðslin hafi bundið enda á dómaraferil hans.Dæmdi síðasta leikinn hálfhaltur „Ég ætlaði ekki að hætta fyrr en ég væri í fyrsta lagi orðinn fimmtugur. Ég var í fínu formi. Þetta var því súrt. Hálfhaltur og illa til reika dæmdi ég minn síðasta leik vorið 2012 hjá mínu heimafélagi á Selfossi. Ég vildi hætta formlega heima eftir að hafa verið borinn af velli í leiknum þar á undan,“ segir Kjartan og honum sárnar meðferðin sem hann fékk hjá Sjúkratryggingum. „Það er látið að því liggja að ég hafi nánast verið að búa þetta til eða verið illa fyrirkallaður og illa stemmdur líkamlega er þetta gerist. Það er algerlega fráleitt. Það er túlkun á þessu slysahugtaki sem allt saman snýst um. Sjúkratryggingar Íslands eru grunnstoð sem almenningur treystir á. Í þetta er maður búinn að borga alla tíð.“ Kjartan hefur ekki ákveðið hvort hann muni áfrýja dómnum en meiðslin hafa haft áhrif á hans daglega líf. „Ég þarf að standa allan daginn í minni vinnu og ég stend líka í karlakórnum. Það tekur í fótinn á mér. Þreytumerki því ég er ekki með allan lærvöðvann eins og hann var. Ég hlusta samt ekki á væl. Ég er vinnunnar maður og hef alltaf verið. Þetta er samt meira prinsipp atriði hjá mér að sækja þetta mál. Það snýst ekki um peninga heldur að ef ég verð fótalaus eftir nokkur ár að þá sé örorkan viðurkennd hjá Sjúkratryggingum Íslands en þeir vinna málið og mega hafa ævarandi skömm fyrir hvernig þeir hafa hagað sér í þessu.“Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn