Hinn 55 ára Zinke hefur áður heitið því að endurskoða þær takmarkanir sem Obama-stjórnin setti á olíu- og gasboranir í og í kringum Alaska.
Zinke hefur einnig sagt að hann sé ekki sammála Trump og öðrum efasemdarmönnum þegar kemur að loftslagsmálum. Telur hann loftslagsbreytingarnar raunverulegar en að hægt sé að ræða þátt mannsins í þeim.
Ryan Zinke hefur áður gegnt yfirmannsstöðu í sérsveit bandaríska sjóhersins, Navy Seal.
Bandaríkjaþing hefur nú staðfest sextán af þeim 21 sem Trump hefur tilnefnt til að gegna ráðherraembætti í ríkisstjórn sinni.
Congratulations to our new Secretary of @Interior, Ryan Zinke! pic.twitter.com/j4Tqcl5hmQ
— President Trump (@POTUS) March 1, 2017