Benoit Hamon reynir að blása lífi í framboð sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 21:05 Benoit Hamon, á samkomunni í dag. Vísir/EPA Forsetaframbjóðandi franskra Sósíalista, Benoit Hamon, hélt í dag ræðu frammi fyrir þúsundum Frakka á leikvangi í miðbæ Parísar. Hann rær nú öllum árum að því að auka vinsældir sínar en hann hefur átt á brattann að sækja að undanförnu í skoðanakönnunum. Guardian greinir frá. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Hamon með einungis um 13,5 prósent fylgi og er því töluvert á eftir þjóðernissinnanum Marine Le Pen, sem mælist með 26,5 prósent og Emmanuel Macron, sem býður fram fyrir miðjuflokkinn En Marche, en hann mælist með 26 prósent fylgi. Þá mælist Repúblikaninn Francois Fillon með 18 prósent fylgi en hneykslismál hafa leikið framboð hans grátt. Vinstriflokkurinn Mélencon of La France Insoumise fær 10,5 prósent fylgi og því ljóst að það hefur töluverð áhrif á fylgi Sósíalistaflokksins. Þrátt fyrir þessa erfiðleika tókst Hamon að fylla leikvanginn, sem rúmar um 20 þúsund manns og var honum ákaft fagnað af mannfjöldanum er hann hélt ræðu og hvatti stuðningsmenn sína til dáða. „Þessar kosningar eru vendipunktur fyrir Frakkland. Þessar kosningar eru ólíkar öllum öðrum. Vera ykkar hérna sendir skilaboð...allt hefst í dag. Allt hefst með ykkur. Þetta er ekki bara fyrsti dagurinn sem mun færa okkur völd, heldur fyrsti dagur breytinga í Frakklandi.“ Í ræðu sinni fór Hamon um víðan völl og gagnrýndi hann meðal annars Le Pen og Fillon vegna hneykslismála þeirra. Þá lagði hann áherslu á að hann yrði femínískur forseti og að hann myndi berjast gegn fátækt. Fyrstu sjónvarpskappræður forsetaframbjóðenda munu fara fram næstkomandi mánudagskvöld, þar sem fimm forsetaframbjóðendur munu mætast og munu kappræðurnar taka rúmlega tvo og hálfan tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna mun fara fram 23. apríl næstkomandi. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Forsetaframbjóðandi franskra Sósíalista, Benoit Hamon, hélt í dag ræðu frammi fyrir þúsundum Frakka á leikvangi í miðbæ Parísar. Hann rær nú öllum árum að því að auka vinsældir sínar en hann hefur átt á brattann að sækja að undanförnu í skoðanakönnunum. Guardian greinir frá. Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Hamon með einungis um 13,5 prósent fylgi og er því töluvert á eftir þjóðernissinnanum Marine Le Pen, sem mælist með 26,5 prósent og Emmanuel Macron, sem býður fram fyrir miðjuflokkinn En Marche, en hann mælist með 26 prósent fylgi. Þá mælist Repúblikaninn Francois Fillon með 18 prósent fylgi en hneykslismál hafa leikið framboð hans grátt. Vinstriflokkurinn Mélencon of La France Insoumise fær 10,5 prósent fylgi og því ljóst að það hefur töluverð áhrif á fylgi Sósíalistaflokksins. Þrátt fyrir þessa erfiðleika tókst Hamon að fylla leikvanginn, sem rúmar um 20 þúsund manns og var honum ákaft fagnað af mannfjöldanum er hann hélt ræðu og hvatti stuðningsmenn sína til dáða. „Þessar kosningar eru vendipunktur fyrir Frakkland. Þessar kosningar eru ólíkar öllum öðrum. Vera ykkar hérna sendir skilaboð...allt hefst í dag. Allt hefst með ykkur. Þetta er ekki bara fyrsti dagurinn sem mun færa okkur völd, heldur fyrsti dagur breytinga í Frakklandi.“ Í ræðu sinni fór Hamon um víðan völl og gagnrýndi hann meðal annars Le Pen og Fillon vegna hneykslismála þeirra. Þá lagði hann áherslu á að hann yrði femínískur forseti og að hann myndi berjast gegn fátækt. Fyrstu sjónvarpskappræður forsetaframbjóðenda munu fara fram næstkomandi mánudagskvöld, þar sem fimm forsetaframbjóðendur munu mætast og munu kappræðurnar taka rúmlega tvo og hálfan tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna mun fara fram 23. apríl næstkomandi.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent