Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir náði í dag lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í sundi í Búdapest í sumar.
Keppt var á árlegu sH-Ásvallamótinu nú um helgina og voru sunddrottningarnar í miklu stuði.
Hrafnhildur náði lágmörkum fyrir HM í 50 og 100 metra bringusundi og Eygló Ósk í 50, 100 og 200 metra baksundi.
Brynjólfur Karlsson náði lágmarki í 100 metra baksundi fyrir Norðurlandameistaramót Æskunnar sem haldið verður í Færeyjum í sumar.
Hrafnhildur náði bestum árangri mótsins fyrir 50 metra bringusund (815 FINA stig) en Eygló Ósk fékk 808 stig fyrir 200 metra baksundið. Í karlaflokki náði Davíð Hildiberg Aðalsteinsson bestum árangri fyrir 50 metra flugsund (695 stig).
Hrafnhildur og Eygló náðu lágmörkum fyrir HM í Búdapest
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn