Svipmynd Markaðarins: Hugleiðir með appi og stundar jóga daglega Haraldur Guðmundsson skrifar 19. mars 2017 13:00 Helga Hlín, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu. Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. WOW Air Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
WOW Air Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira