Vigdís Jónsdóttir bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti um tæpa þrjá metra á Góu móti FH í Kaplakrika í dag.
Kastið langa var upp á 61,77 metra og var það fjórða kast hennar í dag. Fyrra met Vigdísar var upp á 58,82 sem hún setti í október á síðasta ári.
Með kastinu náði Vigdís lágmarki fyrir Evrópumeistaramót undir 23 ára í Póllandi í sumar en þetta var 13. besti árangur í Evrópu í hennar aldursflokki.
Vigdís stórbætti Íslandsmet sitt
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
