Kínverjar hvetja til stillingar yfir Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 11:13 Rex Tillerson (t.v.) og Wang Yi (t.h.) takast í hendur eftir fund þeirra í Beijing í morgun. Vísir/EPA Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira