Kínverjar hvetja til stillingar yfir Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 11:13 Rex Tillerson (t.v.) og Wang Yi (t.h.) takast í hendur eftir fund þeirra í Beijing í morgun. Vísir/EPA Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira