Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. mars 2017 22:00 Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Gárungar telja Ferrari líklegasta liðið til að mögulega velta Mercedes úr sessi í ár. Vísir/Getty Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. Helstu breytingarnar má sjá á myndum hér að neðan. Myndin breytist ef smellt er á örina í rauða boxinu efst í hægra horninu á myndinni. Dekkin breikka um 25% sem mun auka vélrænt grip bílsins í samstarfi við breiðari bíl. Þær breytingar einar og sér munu skila talsverðri aukningu grips. Slíkt mun leiða til meiri hraða í beygjum, skemmri hemlunarvegalengdar fyrir beygjur og ökumenn geta gefið í fyrr eftir beygjur. Framvængurinn breikkar um 15 sentimetra sem mun auka niðurtog vegna loftflæðis yfir bílinn talsvert. Framvængurinn er að miklu leyti notaður til að stýra loftflæðinu yfir bílinn og ákvarða hvar loftmassinn á að lenda þegar aftar kemur á bílnum. Breiðari framvængur gerir stjórnunina auðveldari. Hákarlauggarnir eru ætlaðir til þess að stilla loftflæðið áður en það lendir á afturvængnum. Loftdreifarinn (e. diffuser) sem situr aftast í gólfi bílsins er stækkaður talsvert frá því sem áður var. Hann er mikilvægur þáttur í því að auka niðurtog á bílinn. Afturvængurinn hefur verið lækkaður um 15 sentimetra og breikkaður um 20. Allt miðar þetta að því að gera bílana grimmari í útliti og erfiðari í akstri. Hvernig tókst til verður fyrst almennilega ljóst í fyrsta kappakstri tímabilsins sem fram fer helgina 24. - 26. mars. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. Helstu breytingarnar má sjá á myndum hér að neðan. Myndin breytist ef smellt er á örina í rauða boxinu efst í hægra horninu á myndinni. Dekkin breikka um 25% sem mun auka vélrænt grip bílsins í samstarfi við breiðari bíl. Þær breytingar einar og sér munu skila talsverðri aukningu grips. Slíkt mun leiða til meiri hraða í beygjum, skemmri hemlunarvegalengdar fyrir beygjur og ökumenn geta gefið í fyrr eftir beygjur. Framvængurinn breikkar um 15 sentimetra sem mun auka niðurtog vegna loftflæðis yfir bílinn talsvert. Framvængurinn er að miklu leyti notaður til að stýra loftflæðinu yfir bílinn og ákvarða hvar loftmassinn á að lenda þegar aftar kemur á bílnum. Breiðari framvængur gerir stjórnunina auðveldari. Hákarlauggarnir eru ætlaðir til þess að stilla loftflæðið áður en það lendir á afturvængnum. Loftdreifarinn (e. diffuser) sem situr aftast í gólfi bílsins er stækkaður talsvert frá því sem áður var. Hann er mikilvægur þáttur í því að auka niðurtog á bílinn. Afturvængurinn hefur verið lækkaður um 15 sentimetra og breikkaður um 20. Allt miðar þetta að því að gera bílana grimmari í útliti og erfiðari í akstri. Hvernig tókst til verður fyrst almennilega ljóst í fyrsta kappakstri tímabilsins sem fram fer helgina 24. - 26. mars.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30
Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30
Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00