Breska leyniþjónustustofnunin GCHQ hefur sent frá sér óvenjulega yfirlýsingu þar sem því er hafnað að stofnunin hafi nokkuð komið nálægt því að hlera Donald Trump forseta í kosningabaráttunni í fyrra.
Stofnunin hefur á sinni könnu að fylgjast með rafrænum samskiptum grunaðra einstaklinga og hefur yfir gríðarlegum hlerunarmöguleikum að búa.
Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að fjölmiðlafulltrúi Trumps, Sean Spicer, vitnaði í fréttir þess efnis frá Bandaríkjunum en þessu var haldið fram á fréttastöðinni Fox fyrr í vikunni.
Í yfirlýsingunni frá GCHQ segir einfaldlega að slíkar ásakanir séu þvæla, algjörlega út í bláinn og ekki til að taka mark á.
Trump hefur nú ítrekað haldið því fram að skrifstofur hans í Trump-turninum í New York hafi verið hleraðar.
Breska leyniþjónustan hafnar því að hafa hlerað Trump

Tengdar fréttir

Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump
Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar.

Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump.

Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun
Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér.