Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2017 23:08 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira