Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. mars 2017 18:30 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumaðurinn er grunaður um refsivert brot í starfi með því að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Lögreglumaðurinn starfar í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangelsinu við Hverfisgötu en á meðal málsgagna er myndbandsupptaka af atvikinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn leið í fylgd lögreglumannsins fyrir dóm þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Áður en lagt var af stað á lögreglumaðurinn að hafa ráðist að manninum. Þá herma heimildir fréttastofu að umrætt myndband úr eftirlitsmyndavélum sýni atvikið vel og kærði verjandi mannsins málið til héraðssaksóknara sem hefur rannsakað málið í nokkurn tíma en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur lögreglumanninum. Meðal annars hafa verið teknar skýrslur af mönnunum tveimur. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum og hefur hann starfað hjá lögreglunni síðan atvikið átti sér stað síðasta sumar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa framið alvarlegt brot í starfi á síðasta ári. Málið varði ofbeldi gegn einstaklingi sem var í haldi lögreglunnar. Rannsókn málsins hafi verið á forræði héraðssaksóknara og hafi nú verið gefin út ákæra á hendur manninum. Þá segir að manninum hafi ekki verið vikið frá störfum þegar málið kom fyrst upp. Í janúar síðastliðnum hafi komið til álita hvort senda ætti lögreglumanninn í tímabundið leyfi vegna málsins en það hafi verið lögfræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of langur tími væri liðinn frá því að atvikið átti sér stað. Sú ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi útgáfu ákærunnar og er niðurstöðu að vænta á morgun. Verði maðurinn dæmdur sekur geti það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumaðurinn er grunaður um refsivert brot í starfi með því að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Lögreglumaðurinn starfar í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangelsinu við Hverfisgötu en á meðal málsgagna er myndbandsupptaka af atvikinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn leið í fylgd lögreglumannsins fyrir dóm þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Áður en lagt var af stað á lögreglumaðurinn að hafa ráðist að manninum. Þá herma heimildir fréttastofu að umrætt myndband úr eftirlitsmyndavélum sýni atvikið vel og kærði verjandi mannsins málið til héraðssaksóknara sem hefur rannsakað málið í nokkurn tíma en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur lögreglumanninum. Meðal annars hafa verið teknar skýrslur af mönnunum tveimur. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum og hefur hann starfað hjá lögreglunni síðan atvikið átti sér stað síðasta sumar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa framið alvarlegt brot í starfi á síðasta ári. Málið varði ofbeldi gegn einstaklingi sem var í haldi lögreglunnar. Rannsókn málsins hafi verið á forræði héraðssaksóknara og hafi nú verið gefin út ákæra á hendur manninum. Þá segir að manninum hafi ekki verið vikið frá störfum þegar málið kom fyrst upp. Í janúar síðastliðnum hafi komið til álita hvort senda ætti lögreglumanninn í tímabundið leyfi vegna málsins en það hafi verið lögfræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of langur tími væri liðinn frá því að atvikið átti sér stað. Sú ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi útgáfu ákærunnar og er niðurstöðu að vænta á morgun. Verði maðurinn dæmdur sekur geti það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira