Yfir hundrað heimilisofbeldismál á borð lögreglu frá áramótum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. mars 2017 20:30 112 heimilisofbeldismál eru komin á borð lögreglu frá áramótum. Lögreglustjóri segir allt kapp lagt á málaflokkinn og að lögregla geri allt sem í hennar valdi standi til að sporna gegn heimilisofbeldi. Íslenskur karlmaður var handtekinn í Texas á fimmtudag í síðustu viku grunaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við sambýliskonu mannsins sem segir að hann hafi einnig beitt sig ofbeldi. Sú var í sambandi með honum í 17 ár og segir hann margoft hafa gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra. Heimilisofbeldi eru algeng brot hér á landi og eru 112 mál komin á borð lögreglu það sem af er ári. Heimilisofbeldismál hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 232 árið 2012, 258 árið 2013 og 294 árið 2014. Árið 2015 voru málin hins vegar orðin 642 og árið 2016 voru þau 647. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, segir að ofbeldi sem slíkt hafi í raun ekki aukist. „Við teljum að skýringin sé tvíþætt, annars vegar breytt skráning hjá okkur og hins vegar fleiri mál sem eru tilkynnt til okkar Í 74 % heimilisofbeldismála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráðar líkamsárásir, í 5 % málanna hefur kyrkingartaki verið beitt og í 10 % mála eru skráð einhverskonar vopn svo sem hnífar, kústsköft, kertastjakar og skæri. Þá eru karlar gerendur í 82 % tilfellanna og í 57% þeirra eru börn skráð á heimili. Sigríður segir að áður hafi verið algengara að málin væru felld niður. „Bæði út af sönnunarstöðu og líka út af tímapunktinum, hvenær lögreglan var að vinna þessi mál því núna förum við inn strax og útkallið kemur og reynum að rannsaka eins mikið og hægt er strax á staðnum. Passa að þolandi leiti læknis, að hann fái stuðning og síðan eru teknar ákvarðanir, jafnvel um nálgunarbann eða brottvísun af heimili í alvarlegustu málunum. Þessi tegund ofbeldis er mjög skaðleg, eins og raunar allt ofbeldi, og við höfum gefið þau skýru skilaboð að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn þessu.“ Tengdar fréttir Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
112 heimilisofbeldismál eru komin á borð lögreglu frá áramótum. Lögreglustjóri segir allt kapp lagt á málaflokkinn og að lögregla geri allt sem í hennar valdi standi til að sporna gegn heimilisofbeldi. Íslenskur karlmaður var handtekinn í Texas á fimmtudag í síðustu viku grunaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við sambýliskonu mannsins sem segir að hann hafi einnig beitt sig ofbeldi. Sú var í sambandi með honum í 17 ár og segir hann margoft hafa gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra. Heimilisofbeldi eru algeng brot hér á landi og eru 112 mál komin á borð lögreglu það sem af er ári. Heimilisofbeldismál hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 232 árið 2012, 258 árið 2013 og 294 árið 2014. Árið 2015 voru málin hins vegar orðin 642 og árið 2016 voru þau 647. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, segir að ofbeldi sem slíkt hafi í raun ekki aukist. „Við teljum að skýringin sé tvíþætt, annars vegar breytt skráning hjá okkur og hins vegar fleiri mál sem eru tilkynnt til okkar Í 74 % heimilisofbeldismála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráðar líkamsárásir, í 5 % málanna hefur kyrkingartaki verið beitt og í 10 % mála eru skráð einhverskonar vopn svo sem hnífar, kústsköft, kertastjakar og skæri. Þá eru karlar gerendur í 82 % tilfellanna og í 57% þeirra eru börn skráð á heimili. Sigríður segir að áður hafi verið algengara að málin væru felld niður. „Bæði út af sönnunarstöðu og líka út af tímapunktinum, hvenær lögreglan var að vinna þessi mál því núna förum við inn strax og útkallið kemur og reynum að rannsaka eins mikið og hægt er strax á staðnum. Passa að þolandi leiti læknis, að hann fái stuðning og síðan eru teknar ákvarðanir, jafnvel um nálgunarbann eða brottvísun af heimili í alvarlegustu málunum. Þessi tegund ofbeldis er mjög skaðleg, eins og raunar allt ofbeldi, og við höfum gefið þau skýru skilaboð að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn þessu.“
Tengdar fréttir Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38