Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 16. mars 2017 07:00 Þann 1. maí nk. mun nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu taka gildi, með það að markmiði að takmarka kostnað notenda við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili og fækka greiðslukerfum í heilbrigðisþjónustunni. Þó verður ekki öll heilbrigðisþjónusta undir þaki þessa nýja greiðsluþátttökukerfis því enn verða í gildi nokkur önnur greiðsluþátttökukerfi (fyrir lyf, þjálfun o.fl.). Nokkur atriði þarf að staldra við í þessu nýja kerfi. Í fyrsta lagi eru þökin á hámarkskostnaði of há, en þau verða á bilinu 49.200-69.700 kr. (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verður lægri eða 46.467 kr. á ári. Að mínu mati eru þetta alltof háar tölur sem viðhalda ójöfnum aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Í öðru lagi er nýja greiðsluþátttökukerfið flókið og ógagnsætt, ólíkt því sem á við um greiðslukerfi lyfja, sem er miklu einfaldara, fyrirsjáanlegra og gagnsærra. Það getur ekki verið tilgangurinn að gera kerfið ógagnsætt og því óskiljanlegt að nýja greiðslukerfið skuli ekki vera eins uppbyggt og greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem allir skilja. Til viðbótar hinu nýja greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er sem sé annað sér greiðslukerfi fyrir lyf, þar sem hámarkskostnaður einstaklinga er 62 þúsund á ári. Langflestir þeirra sem greiða hámarkskostnað fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu munu einnig greiða hámarkskostnað fyrir lyf. Því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Það eru alltof há mörk sem viðhalda ójöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, því tekjulægra fólk mun eiga í erfiðleikum með að greiða svo háar upphæðir. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál að draga skuli úr greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að ef þessar breytingar ganga eftir, mun heilbrigðiskostnaður vissulega lækka hjá einstaka sjúklingum sem verða fyrir miklum heilbrigðiskostnaði en á móti kemur að heilbrigðiskostnaður verulegs hluta almennings mun stórhækka. Til viðbótar má benda á að hámarksþök á heilbrigðiskostnað á Íslandi eru miklu hærri en í Svíþjóð. Þar greiðir enginn hærra en 3.300 SEK (um 39.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu eða 1/3 af því sem Íslendingur getur þurft að greiða. Hægt að lækka hámarksþök Að mínu mati er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á alla opinbera heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa, þ.e. hlut einstaklinga, getur það kostað ríkissjóð um 7 milljarða króna á ári. Það er markmið sem ber að stefna að, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Til að setja upphæðina í samhengi er hún svipuð þeirri upphæð sem einstaklingar sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt af þessum fjármagnseignum, en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluti heilbrigðiskostnaðar dreifist á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum, því það felur í sér ójafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Það er hægt að lækka útgjöld einstaklinga vegna lyfja og heilbrigðisþjónustu og jafnvel gera þann kostnað að engu. Allt snýst þetta um vilja. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þann 1. maí nk. mun nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu taka gildi, með það að markmiði að takmarka kostnað notenda við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili og fækka greiðslukerfum í heilbrigðisþjónustunni. Þó verður ekki öll heilbrigðisþjónusta undir þaki þessa nýja greiðsluþátttökukerfis því enn verða í gildi nokkur önnur greiðsluþátttökukerfi (fyrir lyf, þjálfun o.fl.). Nokkur atriði þarf að staldra við í þessu nýja kerfi. Í fyrsta lagi eru þökin á hámarkskostnaði of há, en þau verða á bilinu 49.200-69.700 kr. (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verður lægri eða 46.467 kr. á ári. Að mínu mati eru þetta alltof háar tölur sem viðhalda ójöfnum aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Í öðru lagi er nýja greiðsluþátttökukerfið flókið og ógagnsætt, ólíkt því sem á við um greiðslukerfi lyfja, sem er miklu einfaldara, fyrirsjáanlegra og gagnsærra. Það getur ekki verið tilgangurinn að gera kerfið ógagnsætt og því óskiljanlegt að nýja greiðslukerfið skuli ekki vera eins uppbyggt og greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem allir skilja. Til viðbótar hinu nýja greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er sem sé annað sér greiðslukerfi fyrir lyf, þar sem hámarkskostnaður einstaklinga er 62 þúsund á ári. Langflestir þeirra sem greiða hámarkskostnað fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu munu einnig greiða hámarkskostnað fyrir lyf. Því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Það eru alltof há mörk sem viðhalda ójöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, því tekjulægra fólk mun eiga í erfiðleikum með að greiða svo háar upphæðir. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál að draga skuli úr greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að ef þessar breytingar ganga eftir, mun heilbrigðiskostnaður vissulega lækka hjá einstaka sjúklingum sem verða fyrir miklum heilbrigðiskostnaði en á móti kemur að heilbrigðiskostnaður verulegs hluta almennings mun stórhækka. Til viðbótar má benda á að hámarksþök á heilbrigðiskostnað á Íslandi eru miklu hærri en í Svíþjóð. Þar greiðir enginn hærra en 3.300 SEK (um 39.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu eða 1/3 af því sem Íslendingur getur þurft að greiða. Hægt að lækka hámarksþök Að mínu mati er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á alla opinbera heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa, þ.e. hlut einstaklinga, getur það kostað ríkissjóð um 7 milljarða króna á ári. Það er markmið sem ber að stefna að, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Til að setja upphæðina í samhengi er hún svipuð þeirri upphæð sem einstaklingar sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt af þessum fjármagnseignum, en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluti heilbrigðiskostnaðar dreifist á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum, því það felur í sér ójafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Það er hægt að lækka útgjöld einstaklinga vegna lyfja og heilbrigðisþjónustu og jafnvel gera þann kostnað að engu. Allt snýst þetta um vilja. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun