Mögnuð samtímaádeila byggð á bjargi Sigríður Jónsdóttir skrifar 15. mars 2017 13:15 "Stefin eru þung en sýningin er samt sem áður bráðfyndin, hér ríkir hinn mannlegi breyskleiki í öllum sínum súrrealisma,“ segir meðal annars í dómnum. Mynd/Þjóðleikhúsið Páll og Inga eru fyrirmyndarhjón. Páll og Inga stofna vísitölufjölskyldu. Páll og Inga eru vel stæð og eru að byggja stærra hús. Páll og Inga eru á toppi tilverunnar. En ekki er allt sem sýnist, lífið er hverfult og mannfólkið líka. Þjóðleikhúsið frumsýndi yfir 40 ára gamalt, áður ósýnt leikrit úr smiðju Guðmundar Steinssonar nú um helgina og í stuttu máli er hér á ferð besta sýning leikársins til þessa. Líkt og með húsasmíði þá er lykillinn að góðri sýningu sterkur grunnur. Leikverk Guðmundar er sem óhagganlegur hornsteinn; einstaklega vel skrifað, metnaðarfullt og stenst tímans tönn. Hið persónulega verður pólitískt, íhaldssama fjölskyldan verður spegilmynd af íhaldssömu samfélagi og trú er þýðingarlaus í tómi himingeimsins. Stefin eru þung en sýningin er samt sem áður bráðfyndin, hér ríkir hinn mannlegi breyskleiki í öllum sínum súrrealisma. Páll, leikinn af Guðjóni Davíð Karlssyni, ríkir í þessu húsi en er sem eftirlíking af manni frekar en alvöru manneskja. Hann segir og gerir alla réttu hlutina en býr yfir lítilli dýpt. Guðjón Davíð er reyndur gamanleikari og tímasetningar í leik hans eru afbragð. Inga, eiginkona hans, leikin af Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, býður af sér góðan þokka en nær aldrei að fela óhamingjuna fyllilega. Vigdís Hrefna leysir þennan línudans af mikilli list. Hjónabandið er yfirfullt af bitrum þögnum og tilætlunarsemi en öllu er sópað undir teppið dýra. Saman mynda þau Guðjón Davíð og Vigdís Hrefna firnasterkan kjarna sem sýningin hverfist um. Smáborgaralegt líf þeirra hjóna er sett undir smásjá þegar ókunnugur maður býður sig velkominn á heimilið seint á aðfangadagskvöld. Þröstur Leó Gunnarsson leikur mismunandi útgáfur af þessum óboðna gesti af næmi og brakandi húmor. Arnmundur Ernst Backman heldur áfram sínu flugi á þessu leikári í hlutverki frumburðar hjónanna. Það er ekki að ástæðulausu að Kristbjörg Kjeld er ein af ástsælustu leikkonum landsins og hennar vinna í hlutverki móður Páls sýnir hvaða ótrúlegu hæfileika hún hefur til að bera. Hlustun hennar er látlaus en alltaf í gangi og lokaatriði hennar mun lifa í minningum margra. En ekki er húsið tilbúið fyrr en einhver kemur að dást að því enda verður að byggja stærra en nágranninn og gefa konunni risastóran demant svo að allir sjái. Vinahópurinn sem boðinn er í innflutningspartí samanstendur af firnasterkum leikurum en brussugangur Birgittu Birgisdóttur gefur henni forskot fram yfir hina. Eftirtektarvert er þó hvað þau Stefán Hallur, Aldís, Baldur Trausti, Lára Jóhanna, Snorri og Birgitta koma miklum upplýsingum til skila í fáum orðum. Svallið fer fram með kurteislegum formerkjum en stutt er í dýrslega eðlið. Í þessu atriði sést greinilega hversu frábær leikstjóri Benedikt Erlingsson getur verið. Hann stýrir stórum hópsenum nánast eins og dansi en gleymir aldrei að kjarni verksins eru átök á milli persóna. Hvert atriði er litað af slíkum leikstjórnarlegum smáatriðum s.s. þegar barnið situr á Biblíunni meðan jólamaturinn er borðaður. Sýn hans á verkið er sterk, afdráttarlaus og hann plantar því beint inn í íslenskan nútíma með rammpólitískri túlkun. Öll hönnun er til fyrirmyndar. Fyrst ber að nefna mikilfenglega sviðsmynd Snorra Freys Hilmarssonar. Hver leikmunur skiptir máli og húsið margumtalaða birtist áhorfendum í öllu sínu veldi þrátt fyrir naumhyggjuna. Halldór Örn Óskarsson sér um að lýsa upp tómið og gerir það einkar lipurlega með lágstemmdum ljósabreytingum og snörpum þess á milli. Filippía I. Elísdóttir hefur verið mistæk upp á síðkastið en slær hér í gegn með frábærri búningahönnun. Litríkir búningar sjötta áratugarins glitra á sviðinu án þess að stela atriðum. Leikgervahönnuðirnir Guðrún Erla og Ingibjörg eiga líka skilið sérstakt hrós fyrir hárgreiðslur og smink. Sömuleiðis hljóðmynd Davíðs Þórs og Kristjáns sem færir áhorfendur laumulega yfir í nýjar víddir. Húsið er ekki gallalaus sýning en heildarútkoman er ógleymanleg kvöldstund. Þetta er meinfyndin samfélagsádeila sem á alveg jafn vel við nú og fyrir fjörutíu árum. Friðþæging fæst nefnilega ekki keypt fyrir peninga. Húsið fellur saman og leysist upp í frumeindir. Tilfinningatengsl rofna og hverfa. Að lokum erum við ekkert nema duft.Niðurstaða: Stórbrotin útfærsla á stórkostlegu leikverki. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Páll og Inga eru fyrirmyndarhjón. Páll og Inga stofna vísitölufjölskyldu. Páll og Inga eru vel stæð og eru að byggja stærra hús. Páll og Inga eru á toppi tilverunnar. En ekki er allt sem sýnist, lífið er hverfult og mannfólkið líka. Þjóðleikhúsið frumsýndi yfir 40 ára gamalt, áður ósýnt leikrit úr smiðju Guðmundar Steinssonar nú um helgina og í stuttu máli er hér á ferð besta sýning leikársins til þessa. Líkt og með húsasmíði þá er lykillinn að góðri sýningu sterkur grunnur. Leikverk Guðmundar er sem óhagganlegur hornsteinn; einstaklega vel skrifað, metnaðarfullt og stenst tímans tönn. Hið persónulega verður pólitískt, íhaldssama fjölskyldan verður spegilmynd af íhaldssömu samfélagi og trú er þýðingarlaus í tómi himingeimsins. Stefin eru þung en sýningin er samt sem áður bráðfyndin, hér ríkir hinn mannlegi breyskleiki í öllum sínum súrrealisma. Páll, leikinn af Guðjóni Davíð Karlssyni, ríkir í þessu húsi en er sem eftirlíking af manni frekar en alvöru manneskja. Hann segir og gerir alla réttu hlutina en býr yfir lítilli dýpt. Guðjón Davíð er reyndur gamanleikari og tímasetningar í leik hans eru afbragð. Inga, eiginkona hans, leikin af Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, býður af sér góðan þokka en nær aldrei að fela óhamingjuna fyllilega. Vigdís Hrefna leysir þennan línudans af mikilli list. Hjónabandið er yfirfullt af bitrum þögnum og tilætlunarsemi en öllu er sópað undir teppið dýra. Saman mynda þau Guðjón Davíð og Vigdís Hrefna firnasterkan kjarna sem sýningin hverfist um. Smáborgaralegt líf þeirra hjóna er sett undir smásjá þegar ókunnugur maður býður sig velkominn á heimilið seint á aðfangadagskvöld. Þröstur Leó Gunnarsson leikur mismunandi útgáfur af þessum óboðna gesti af næmi og brakandi húmor. Arnmundur Ernst Backman heldur áfram sínu flugi á þessu leikári í hlutverki frumburðar hjónanna. Það er ekki að ástæðulausu að Kristbjörg Kjeld er ein af ástsælustu leikkonum landsins og hennar vinna í hlutverki móður Páls sýnir hvaða ótrúlegu hæfileika hún hefur til að bera. Hlustun hennar er látlaus en alltaf í gangi og lokaatriði hennar mun lifa í minningum margra. En ekki er húsið tilbúið fyrr en einhver kemur að dást að því enda verður að byggja stærra en nágranninn og gefa konunni risastóran demant svo að allir sjái. Vinahópurinn sem boðinn er í innflutningspartí samanstendur af firnasterkum leikurum en brussugangur Birgittu Birgisdóttur gefur henni forskot fram yfir hina. Eftirtektarvert er þó hvað þau Stefán Hallur, Aldís, Baldur Trausti, Lára Jóhanna, Snorri og Birgitta koma miklum upplýsingum til skila í fáum orðum. Svallið fer fram með kurteislegum formerkjum en stutt er í dýrslega eðlið. Í þessu atriði sést greinilega hversu frábær leikstjóri Benedikt Erlingsson getur verið. Hann stýrir stórum hópsenum nánast eins og dansi en gleymir aldrei að kjarni verksins eru átök á milli persóna. Hvert atriði er litað af slíkum leikstjórnarlegum smáatriðum s.s. þegar barnið situr á Biblíunni meðan jólamaturinn er borðaður. Sýn hans á verkið er sterk, afdráttarlaus og hann plantar því beint inn í íslenskan nútíma með rammpólitískri túlkun. Öll hönnun er til fyrirmyndar. Fyrst ber að nefna mikilfenglega sviðsmynd Snorra Freys Hilmarssonar. Hver leikmunur skiptir máli og húsið margumtalaða birtist áhorfendum í öllu sínu veldi þrátt fyrir naumhyggjuna. Halldór Örn Óskarsson sér um að lýsa upp tómið og gerir það einkar lipurlega með lágstemmdum ljósabreytingum og snörpum þess á milli. Filippía I. Elísdóttir hefur verið mistæk upp á síðkastið en slær hér í gegn með frábærri búningahönnun. Litríkir búningar sjötta áratugarins glitra á sviðinu án þess að stela atriðum. Leikgervahönnuðirnir Guðrún Erla og Ingibjörg eiga líka skilið sérstakt hrós fyrir hárgreiðslur og smink. Sömuleiðis hljóðmynd Davíðs Þórs og Kristjáns sem færir áhorfendur laumulega yfir í nýjar víddir. Húsið er ekki gallalaus sýning en heildarútkoman er ógleymanleg kvöldstund. Þetta er meinfyndin samfélagsádeila sem á alveg jafn vel við nú og fyrir fjörutíu árum. Friðþæging fæst nefnilega ekki keypt fyrir peninga. Húsið fellur saman og leysist upp í frumeindir. Tilfinningatengsl rofna og hverfa. Að lokum erum við ekkert nema duft.Niðurstaða: Stórbrotin útfærsla á stórkostlegu leikverki.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira