Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins 14. mars 2017 22:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Fleiri fréttir Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Fleiri fréttir Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Sjá meira