Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2017 19:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í London. Það eru tíu mánuðir síðan Gunnar Nelson pakkaði Rússanum Albert Tumenov saman í Rotterdam. Vegna meiðsla gat Gunnar ekki barist aftur eins og til stóð í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en nú er komið að því. Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í O2-Höllinni í London á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir að reyna fékk Gunnar ekki bardaga á móti manni á topplistanum í veltivigtinni en mótherjinn, Alan Jouban, er á mikilli uppleið - búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Bandaríkjamaðurinn getur látið heiminn vita af sér með sigri á okkar manni en hvað er það sem Gunnar fær út úr þessum bardaga? „Fyrst og fremst minnir hann á sig. Það er langt síðan hann hefur barist og þetta er fínt tækifæri fyrir hann að berjast og sýna öllum hvað hann getur því menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa,“ segir Pétur Marinó Jónsson, aðalsérfræðingur 365 um MMA og lýsandi UFC á Stöð 2 Sport. „Það er betra að klára þetta því hann hefur klárað svo marga bardaga. Það er helsta ástæðan fyrir því að hann er svona ofarlega á styrkleikalistanum. Þó hann hafi ekki unnið stór nöfn þá er hann að klára þessa gaura og ef hann heldur því áfram verður það bara enn ein fjöðurinn í hattinn hans.“ Þrátt fyrir að Jouban sé á uppleið segir Pétur það alveg klárt hver á að vinna bardagann. „Gunni. Hann á að klára hann í gólfinu. Gunni er frábær svartbeltingur í gólfinu. Hann er með brúnt belti í jiu-jitsu sem er mjög gott. Það er samt munur á að vera góður í gólfinu og að vera heimsklassa glímumaður eins og Gunni er þannig Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í London. Það eru tíu mánuðir síðan Gunnar Nelson pakkaði Rússanum Albert Tumenov saman í Rotterdam. Vegna meiðsla gat Gunnar ekki barist aftur eins og til stóð í Dyflinni í nóvember á síðasta ári en nú er komið að því. Gunnar Nelson stígur aftur inn í búrið í O2-Höllinni í London á laugardagskvöldið. Þrátt fyrir að reyna fékk Gunnar ekki bardaga á móti manni á topplistanum í veltivigtinni en mótherjinn, Alan Jouban, er á mikilli uppleið - búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Bandaríkjamaðurinn getur látið heiminn vita af sér með sigri á okkar manni en hvað er það sem Gunnar fær út úr þessum bardaga? „Fyrst og fremst minnir hann á sig. Það er langt síðan hann hefur barist og þetta er fínt tækifæri fyrir hann að berjast og sýna öllum hvað hann getur því menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa,“ segir Pétur Marinó Jónsson, aðalsérfræðingur 365 um MMA og lýsandi UFC á Stöð 2 Sport. „Það er betra að klára þetta því hann hefur klárað svo marga bardaga. Það er helsta ástæðan fyrir því að hann er svona ofarlega á styrkleikalistanum. Þó hann hafi ekki unnið stór nöfn þá er hann að klára þessa gaura og ef hann heldur því áfram verður það bara enn ein fjöðurinn í hattinn hans.“ Þrátt fyrir að Jouban sé á uppleið segir Pétur það alveg klárt hver á að vinna bardagann. „Gunni. Hann á að klára hann í gólfinu. Gunni er frábær svartbeltingur í gólfinu. Hann er með brúnt belti í jiu-jitsu sem er mjög gott. Það er samt munur á að vera góður í gólfinu og að vera heimsklassa glímumaður eins og Gunni er þannig Gunni á að taka þetta,“ segir Pétur Marinó Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00 Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00
Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30
Gunnar Nelson mættur til London Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum. 14. mars 2017 16:00
Jouban: Biðin í búningsklefanum er hrikalega erfið Í nýju innslagi frá UFC er hægt að kynnast næsta andstæðingi Gunnars Nelson, Alan Jouban, betur. 14. mars 2017 14:30