Ég er brjáluð Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun