Erdogan berst við „Nasista“ og hótar þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2017 19:22 Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira