Kappaksturinn endaði með slagmálum utan brautar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:00 Kyle Busch gengur í burtu eftir slagsmálin. Vísir/Getty Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017 Aðrar íþróttir Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017
Aðrar íþróttir Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira