Sport

Ásdís önnur á Kanarí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásdís kastaði lengst 59,20 metra.
Ásdís kastaði lengst 59,20 metra. vísir/anton
Ásdís Hjálmsdóttir lenti í 2. sæti í spjótkasti á Evrópska kastmótinu á Kanaríeyjum í dag.

Ásdís kastaði lengst 59,20 metra í þriðja kasti. Martina Ratej hafði sigur en hún grýtti spjótinu 60,66 metra.

Ásdís kastaði 58,21 metra í fyrsta kasti, 55,66 metra í öðru kasti og náði svo sínu besta kasti (59,20 metrar) í þriðju umferð.

Ásdís gerði ógilt í fjórða kasti, kastaði 58,04 metra í fimmta kasti og 57,98 metra í sjötta og síðasta kastinu.

Vigdís Jónsdóttir keppti í sleggjukasti U-23 ára og endaði í 12. sæti. Vigdís kastaði lengst 58,69 metra.


Tengdar fréttir

Guðni Valur tók silfrið á Kanarí

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, lenti í 2. sæti í U-23 ára flokki á Vetrarkastmóti Evrópu sem fer fram á Kanaríeyjum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×