Sigrún Sjöfn: Fyrsta skrefið í rétta átt Smári Jökull Jónsson skrifar 29. mars 2017 21:50 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik á móti Keflavík fyrr í vetur. Vísir/Andri Marinó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00