Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 09:45 Gunnar Nelson ætlar sér stóra hluti. vísir/getty Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00
Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00
Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00
Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30
Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45