Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið 28. mars 2017 12:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. Tilskipunin felur meðal annars í sér að breytingar á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda, notkun kola til rafmagnsframleiðslu og breytingar á því að ríkisstarfsmenn verði að taka mið af hnattrænni hlýnun við ákvarðanir sínar. Talsmaður Hvíta hússins, sem kynnti blaðamönnum Washington Post tilskipunina í dag, sagði hana til marks um stefnu Trump að gera Bandaríkin sjálfstæð varðandi orkuframleiðslu. Hann sagði einnig að þegar kæmi að hnattrænni hlýnun ætlaði ríkisstjórnin sér að taka eigin skref. Ekkert er minnst á Parísarsáttmálann samkvæmt WP. Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2015 og samkvæmt honum þarf ríkið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025, miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Meðlimir ríkisstjórnar Trump eru ekki sammála um aðild Bandaríkjanna að sáttmálanum. Í kosningabaráttunni hét Trump því að draga Bandaríkin úr sáttmálanum sem hann sagði koma niður á landinu. Árið 2012 hélt Trump því fram að hnattræn hlýnun væri gabb Kínverja til að draga úr samkeppnishæfi Bandaríkjanna.The concept of global warming was created by and for the Chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2012 Reglur Obama hafa verið óvinsælar meðal repúblikana og í ríkjum þar sem þeir hafa stjórnað. Hæstiréttur Bandaríkjanna setti reglurnar til hliðar um tíma í fyrra en fjölmörg dómsmál hafa verið höfðuð gegn þeim. Undanfarnar vikur hefur Trump einnig fellt niður reglur Obama um námuvinnslu, boranir og fleira. Þá felldi hann niður reglugerð sem meinaði námufyrirtækjum að sturta úrgangi í ár. Þar að auki hefur ríkisstjórnin gefið í skyn að hún vilji og ætli sér að endurskoða reglugerðir um eyðslu nýrra bíla.Trump ætlar sér einnig að draga úr fjárveitingum til Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um þriðjung.Nýr yfirmaður stofnunarinnar, Scott Pruitt, hefur gagnrýnt stofnunina harðlega í gegnum tíðina. Þá hefur hann sagt að hann trúi því ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðarinnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira