Eigum að vera með fólk á stað eins og Raufarhöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2017 22:30 Við eigum að halda í staði eins og Raufarhöfn, segir verkefnisstjóri átaks um framtíð Raufarhafnar. Uppbygging Dettifossvegar er talin lykilatriði til að ferðaþjónusta geti stutt við brothættar byggðir Norðausturlands. Fjallað var um Raufarhöfn í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”. Fyrir fjörutíu árum bjuggu yfir fimmhundruð manns á Raufarhöfn en nú er íbúafjöldinn um þriðjungur af því sem mest var. Í viðtali við skólastjórann fyrir þáttinn "Um land allt" síðastliðið sumar kom fram að fækkun barna væri enn meiri. „Þegar ég byrjaði hér í skóla 1975 þá vorum við hundrað nemendur hérna. Það voru sjö nemendur síðastliðinn vetur,” sagði Birna Björnsdóttir, skólastjóri grunnskóla Raufarhafnar. „Við erum að vona að botninum sé náð. Nú fer þetta bara upp á við. Það er fyrirsjáanleg fjölgun næsta vetur.”Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Byggðastofnun hefur skilgreint byggðina sem brothætta og sett í gang verkefnið Raufarhöfn og framtíðin til að spyrna við fótum en því stýrir Silja Jóhannesdóttir. “Hér er algerlega óplægður akur fyrir stórhuga fólk hvað varðar ferðaþjónustu, - afþreyingu í ferðaþjónustu,” nefnir Silja sem dæmi um tækifærin. Norðaustanlands telja menn Dettifossveg lykilatriði til að beina ferðamönnum inn á svæðið. „Við þurfum að fá stjórnvöld inn í þessa hugsun að við þurfum að dreifa ferðamönnum um landið. Einnig að efla landsbyggðina. Hér gæti ferðaþjónusta líka orðið góð undirstaða. En það þarf meira til og við gerum það ekki alveg bara ein,” segir Silja.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans á Raufarhöfn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans, segir að Ísland væri verra ef allir byggju á sama stað. Það þurfi að halda byggð í kringum landið. „Það er bara gott mannlíf hérna. Það er það núna. En það er ekkert sem segir að það þurfi endilega að búa hérna 500 manns, þó að það hafi verið einu sinni. Samfélagið getur alveg verið jafn gott fyrir því,” segir Svava. „Hér eru bara íbúar sem þarf að þjónusta og vilja vera hérna. Þetta er staðsetning sem við eigum að halda í, - að vera með fólk,” segir Silja, verkefnisstjóri Raufarhafnar og framtíðarinnar. Kynningarstiklu þáttarins „Um land allt" frá Raufarhöfn má sjá hér. Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. 23. febrúar 2017 07:00 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Við eigum að halda í staði eins og Raufarhöfn, segir verkefnisstjóri átaks um framtíð Raufarhafnar. Uppbygging Dettifossvegar er talin lykilatriði til að ferðaþjónusta geti stutt við brothættar byggðir Norðausturlands. Fjallað var um Raufarhöfn í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”. Fyrir fjörutíu árum bjuggu yfir fimmhundruð manns á Raufarhöfn en nú er íbúafjöldinn um þriðjungur af því sem mest var. Í viðtali við skólastjórann fyrir þáttinn "Um land allt" síðastliðið sumar kom fram að fækkun barna væri enn meiri. „Þegar ég byrjaði hér í skóla 1975 þá vorum við hundrað nemendur hérna. Það voru sjö nemendur síðastliðinn vetur,” sagði Birna Björnsdóttir, skólastjóri grunnskóla Raufarhafnar. „Við erum að vona að botninum sé náð. Nú fer þetta bara upp á við. Það er fyrirsjáanleg fjölgun næsta vetur.”Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Byggðastofnun hefur skilgreint byggðina sem brothætta og sett í gang verkefnið Raufarhöfn og framtíðin til að spyrna við fótum en því stýrir Silja Jóhannesdóttir. “Hér er algerlega óplægður akur fyrir stórhuga fólk hvað varðar ferðaþjónustu, - afþreyingu í ferðaþjónustu,” nefnir Silja sem dæmi um tækifærin. Norðaustanlands telja menn Dettifossveg lykilatriði til að beina ferðamönnum inn á svæðið. „Við þurfum að fá stjórnvöld inn í þessa hugsun að við þurfum að dreifa ferðamönnum um landið. Einnig að efla landsbyggðina. Hér gæti ferðaþjónusta líka orðið góð undirstaða. En það þarf meira til og við gerum það ekki alveg bara ein,” segir Silja.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans á Raufarhöfn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans, segir að Ísland væri verra ef allir byggju á sama stað. Það þurfi að halda byggð í kringum landið. „Það er bara gott mannlíf hérna. Það er það núna. En það er ekkert sem segir að það þurfi endilega að búa hérna 500 manns, þó að það hafi verið einu sinni. Samfélagið getur alveg verið jafn gott fyrir því,” segir Svava. „Hér eru bara íbúar sem þarf að þjónusta og vilja vera hérna. Þetta er staðsetning sem við eigum að halda í, - að vera með fólk,” segir Silja, verkefnisstjóri Raufarhafnar og framtíðarinnar. Kynningarstiklu þáttarins „Um land allt" frá Raufarhöfn má sjá hér.
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. 23. febrúar 2017 07:00 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00
Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. 23. febrúar 2017 07:00
Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00
Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30
Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45