Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2017 19:30 Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira