Þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hyggst kalla Jared Kushner, tengdason og einn af nánustu ráðgjöfum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til yfirheyrslu vegna rannsóknar á mögulegum tengslum starfsmanna Trump og rússneskra stjórnvalda.
New York Times greinir frá þessu. Þar er haft eftir ónafngreindum embættismanni á Bandaríkjaþingi að þáttur Kushner verði til umfjöllunar.
Verður Kushner meðal annars spurður út í tvo fundi sem hann á að hafa átt með rússneska sendiherranum Sergei Kislyak í Trump Tower í New York í desember síðastliðinn.
Talsmaður Hvíta hússins segir að vitað sé að Kushner verði að öllum líkindum yfirheyrður. „Hann er ekki að reyna að hylja neitt.“
Þingnefnd hyggst yfirheyra tengdason Trump

Tengdar fréttir

Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata
Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu.

Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa
Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar.

Banki sem lánaði Trump 300 milljónir dollara í lykilhlutverki í peningaþvætti rússneskra glæpamanna
Þýski bankinn Deutsche Bank sem lánaði Donald Trump 300 milljónir dollara lék lykilhlutverk í umfangsmiklu peningaþvætti sem tengist glæpastarfsemi í Rússlandi og rekja má allt til rússneskra valdhafa.

Sleppir fundi NATO og fundar með Kínverjum og Rússum
Utanríkisráðherrar aðildarríkja NATO munu funda í Brussel í byrjun apríl og hefði það verið fyrsta NATO-ráðstefna Tillerson.