Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 11:42 Atvikið á að hafa gerst á lögreglustöðinni Hverfisgötu 16. maí 2016. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka sé til af atvikinu. vísir/gva Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði.
Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12
Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30