Raj reynir að bjarga tennisvöllunum í Víkinni: Vilja sjá starfið byggt upp en ekki rifið niður Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 09:45 Raj með syni sínum Rafni Kumar á sólríkum degi í Víkinni. vísir/gva Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“ Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira