Raj reynir að bjarga tennisvöllunum í Víkinni: Vilja sjá starfið byggt upp en ekki rifið niður Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 09:45 Raj með syni sínum Rafni Kumar á sólríkum degi í Víkinni. vísir/gva Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“ Tennis Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Sjá meira
Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“
Tennis Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Sjá meira