Mamma hætti að horfa í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2017 06:00 Gleði Sunnu var fölskvalaus er tilkynnt var að allir dómararnir hefðu dæmt henni sigur í bardaganum gegn Mallory Martin. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir „Mér líður alveg rosalega vel. Þetta var rosalegur bardagi og ég gæti ekki verið sáttari við niðurstöðuna,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami eins og hún kallar sig. Hún má heldur betur vera sátt eftir magnaðan sigur á Mallory Martin hjá Invicta-bardagasambandinu. Annar atvinnumannabardagi Sunnu og hún er búin að vinna þá báða.Boðið út að borða „Það var mikil gleði eftir bardagann. Ég hitti bandarískan mann eftir fyrri bardagann minn hérna sem á fyrirtæki sem heitir Victory Beef. Hann er orðinn einn af aðalstyrktaraðilunum mínum í dag og hann bauð okkur öllum út að borða á rosagott steikhús. Þetta var yndisleg kvöldstund þar sem við náðum að kynnast betur,“ segir Sunna en hún var stödd á Cheesecake Factory er Fréttablaðið náði í hana. Nýtur þess að borða eftir mikinn undirbúning og síðan niðurskurð fyrir bardagann.Fékk ljótan skurð Bardaginn var mjög harður. Sunna vann klárlega fyrstu lotuna en Martin kom til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu í tvígang. Óttuðust þá margir um hvort Sunna gæti komið til baka, þar á meðal móðir hennar, en það gerði hún heldur betur. Einhvers staðar fann hún orku til þess að koma grimm í þriðju lotuna og vinna hana og þar með bardagann. „Það opnaðist skurður fyrir ofan augað á mér í bardaganum sem hefur verið að trufla mig. Hann er búinn að opnast þrisvar sinnum núna en var límdur saman og það heldur vonandi. Fyrir utan það er ég í góðu standi. Líkaminn og hausinn góður. Þetta var minn harðasti bardaginn hingað til og tók vel á,“ segir Sunna er hún rifjar upp kvöldið þar sem Martin neitaði að gefa sig þrátt fyrir mörg þung högg frá Sunnu.Sunna gefur Martin hér þungt högg.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSá að hún var óttalaus „Er ég horfði fyrst í augun á þessari stelpu þá sá ég strax að hún var óttalaus og hugrökk. Ég var alltaf að reikna með því að þetta yrði hörð stelpa og Mallory var alveg grjóthörð. Það er stórt hjarta í þessari stelpu sem neitaði að gefast upp. Það var sama hvað ég bauð upp á. Hún stóð alltaf í lappirnar.“ Eins og áður segir var önnur lotan mjög góð hjá Martin þar sem hún náði að velgja Sunnu vel undur uggum með þungum höggum. „Ef ég fæ högg á mig eins og þarna þá kem ég alltaf til baka. Ég bugast ekki þó svo það blási á móti. Ég sótti styrkinn inn á við hjá mér fyrir þriðju lotuna. Ég kann að gera það er ég lendi í erfiðleikum. Þá má alltaf finna leið. Mamma hætti að horfa í annarri lotu. Hún gat ekki meir. Ég sagði svo við hana að þriðja lotan hefði verið geggjuð. Hún yrði að horfa á hana. Ég skil hana samt vel því þetta var stríð. Mömmuhjartað og allt það,“ segir Sunna en hún var nokkuð viss um að dómararnir myndu dæma henni sigur þó svo það sé ekki alltaf á vísan að róa hjá dómurunum. „Ef maður skilur þetta eftir í höndunum á dómurunum þá er aldrei hægt að vera 100 prósent viss. Ég vildi það helst ekki en er ánægð með niðurstöðuna. Mér fannst ég eiga skilið að vinna.“Hefur bætt sig mikið Sunna lærði ýmislegt af sínum fyrsta bardaga og að hafa upplifað áður umhverfið hjá Invicta. Það leyndi sér ekki að hún hefur verið dugleg að æfa því hún virkaði enn öflugri en í sínum fyrsta bardaga. „Ég hef bætt mig alveg helling. Það er margt sem ég gerði betur en síðast en líka margt sem mig langar til að laga. Það ætla ég að gera er ég kemst aftur á æfingar. Nú ætla ég aðeins að njóta. Eiga einn góðan dag í Kansas City. Svo fer ég til Póllands með dóttur minni og fleirum. Svo fer ég að æfa aftur og laga það sem ég þarf að laga,“ segir þessi kraftmikla bardagakona en hún vill komast sem fyrst aftur inn í búrið. „Það er bardagakvöld í maí og ég vil vera með þar. Svo aftur í júlí. Ef ég kemst ekki inn í maí þá verð ég með í júlí. Ég vil berjast sem oftast og halda takti í því sem ég er að gera. Maður lærir svo mikið af hverjum bardaga.“ MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Bardagi Sunnu valinn bardagi kvöldsins Bardagasamtökin Invicta völdu bardaga Sunnu gegn Mallory Martin sem besta bardaga kvöldsins í gær en Sunna er því áfram ósigruð á atvinnumannaferlinum. 26. mars 2017 12:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
„Mér líður alveg rosalega vel. Þetta var rosalegur bardagi og ég gæti ekki verið sáttari við niðurstöðuna,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami eins og hún kallar sig. Hún má heldur betur vera sátt eftir magnaðan sigur á Mallory Martin hjá Invicta-bardagasambandinu. Annar atvinnumannabardagi Sunnu og hún er búin að vinna þá báða.Boðið út að borða „Það var mikil gleði eftir bardagann. Ég hitti bandarískan mann eftir fyrri bardagann minn hérna sem á fyrirtæki sem heitir Victory Beef. Hann er orðinn einn af aðalstyrktaraðilunum mínum í dag og hann bauð okkur öllum út að borða á rosagott steikhús. Þetta var yndisleg kvöldstund þar sem við náðum að kynnast betur,“ segir Sunna en hún var stödd á Cheesecake Factory er Fréttablaðið náði í hana. Nýtur þess að borða eftir mikinn undirbúning og síðan niðurskurð fyrir bardagann.Fékk ljótan skurð Bardaginn var mjög harður. Sunna vann klárlega fyrstu lotuna en Martin kom til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu í tvígang. Óttuðust þá margir um hvort Sunna gæti komið til baka, þar á meðal móðir hennar, en það gerði hún heldur betur. Einhvers staðar fann hún orku til þess að koma grimm í þriðju lotuna og vinna hana og þar með bardagann. „Það opnaðist skurður fyrir ofan augað á mér í bardaganum sem hefur verið að trufla mig. Hann er búinn að opnast þrisvar sinnum núna en var límdur saman og það heldur vonandi. Fyrir utan það er ég í góðu standi. Líkaminn og hausinn góður. Þetta var minn harðasti bardaginn hingað til og tók vel á,“ segir Sunna er hún rifjar upp kvöldið þar sem Martin neitaði að gefa sig þrátt fyrir mörg þung högg frá Sunnu.Sunna gefur Martin hér þungt högg.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSá að hún var óttalaus „Er ég horfði fyrst í augun á þessari stelpu þá sá ég strax að hún var óttalaus og hugrökk. Ég var alltaf að reikna með því að þetta yrði hörð stelpa og Mallory var alveg grjóthörð. Það er stórt hjarta í þessari stelpu sem neitaði að gefast upp. Það var sama hvað ég bauð upp á. Hún stóð alltaf í lappirnar.“ Eins og áður segir var önnur lotan mjög góð hjá Martin þar sem hún náði að velgja Sunnu vel undur uggum með þungum höggum. „Ef ég fæ högg á mig eins og þarna þá kem ég alltaf til baka. Ég bugast ekki þó svo það blási á móti. Ég sótti styrkinn inn á við hjá mér fyrir þriðju lotuna. Ég kann að gera það er ég lendi í erfiðleikum. Þá má alltaf finna leið. Mamma hætti að horfa í annarri lotu. Hún gat ekki meir. Ég sagði svo við hana að þriðja lotan hefði verið geggjuð. Hún yrði að horfa á hana. Ég skil hana samt vel því þetta var stríð. Mömmuhjartað og allt það,“ segir Sunna en hún var nokkuð viss um að dómararnir myndu dæma henni sigur þó svo það sé ekki alltaf á vísan að róa hjá dómurunum. „Ef maður skilur þetta eftir í höndunum á dómurunum þá er aldrei hægt að vera 100 prósent viss. Ég vildi það helst ekki en er ánægð með niðurstöðuna. Mér fannst ég eiga skilið að vinna.“Hefur bætt sig mikið Sunna lærði ýmislegt af sínum fyrsta bardaga og að hafa upplifað áður umhverfið hjá Invicta. Það leyndi sér ekki að hún hefur verið dugleg að æfa því hún virkaði enn öflugri en í sínum fyrsta bardaga. „Ég hef bætt mig alveg helling. Það er margt sem ég gerði betur en síðast en líka margt sem mig langar til að laga. Það ætla ég að gera er ég kemst aftur á æfingar. Nú ætla ég aðeins að njóta. Eiga einn góðan dag í Kansas City. Svo fer ég til Póllands með dóttur minni og fleirum. Svo fer ég að æfa aftur og laga það sem ég þarf að laga,“ segir þessi kraftmikla bardagakona en hún vill komast sem fyrst aftur inn í búrið. „Það er bardagakvöld í maí og ég vil vera með þar. Svo aftur í júlí. Ef ég kemst ekki inn í maí þá verð ég með í júlí. Ég vil berjast sem oftast og halda takti í því sem ég er að gera. Maður lærir svo mikið af hverjum bardaga.“
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Bardagi Sunnu valinn bardagi kvöldsins Bardagasamtökin Invicta völdu bardaga Sunnu gegn Mallory Martin sem besta bardaga kvöldsins í gær en Sunna er því áfram ósigruð á atvinnumannaferlinum. 26. mars 2017 12:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23
Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18
Bardagi Sunnu valinn bardagi kvöldsins Bardagasamtökin Invicta völdu bardaga Sunnu gegn Mallory Martin sem besta bardaga kvöldsins í gær en Sunna er því áfram ósigruð á atvinnumannaferlinum. 26. mars 2017 12:45