Bardagi Sunnu valinn bardagi kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. mars 2017 12:45 Sunna kampakát þegar sigurinn var í höfn. Mynd/Jón Viðar Arnþórsson Bardagasamböndin Invicta tilkynntu í morgunsárið að bardagi Sunnu Rannveigar Davíðsdóttur og Mallory Martin á bardagakvöldi gærkvöldsins í Kansas hefði verið valinn besti bardagi kvöldsins. Var þetta annar atvinnumannabardagi Sunnu Rannveigar en hún þurfti að hafa heldur meira fyrir honum en í bardaganum gegn Ashley Greenway í september síðastliðnum en Sunnu var úrskurðaður sigur af dómurunum eftir þrjár lotur. Sunna byrjaði bardagann af krafti og náði að lenda nokkrum góðum höggum á Martin sem vankaðist fyrir vikið. Í annarri lotu snerist bardaginn við, Martin náði að fella Sunnu sem vankaðist í lotunni og var því allt undir fyrir lokalotuna. Sunna kom af krafti inn í lotuna og sigraði lotuna sem skilaði henni á endanum sigrinum en dómaraþríeykið var allt sammála um að Sunna væri sigurvegari bardagans. Tveir dómarar gáfu henni tvær lotur, fyrstu og þriðju, en einn dómari gaf henni allar þrjár loturnar. Kemur fram á heimasíðu MMA Frétta að Sunna og Martin hafi fengið þúsund dala bónus hvor. Það samsvarar um hundrrað og tíu þúsund krónur. Livia Renata Souza og Ashley Cummins fengu bónusa fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. Sunna hefur nú unnið báða bardaga sína sem atvinnubardagakappi í Invicta. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira
Bardagasamböndin Invicta tilkynntu í morgunsárið að bardagi Sunnu Rannveigar Davíðsdóttur og Mallory Martin á bardagakvöldi gærkvöldsins í Kansas hefði verið valinn besti bardagi kvöldsins. Var þetta annar atvinnumannabardagi Sunnu Rannveigar en hún þurfti að hafa heldur meira fyrir honum en í bardaganum gegn Ashley Greenway í september síðastliðnum en Sunnu var úrskurðaður sigur af dómurunum eftir þrjár lotur. Sunna byrjaði bardagann af krafti og náði að lenda nokkrum góðum höggum á Martin sem vankaðist fyrir vikið. Í annarri lotu snerist bardaginn við, Martin náði að fella Sunnu sem vankaðist í lotunni og var því allt undir fyrir lokalotuna. Sunna kom af krafti inn í lotuna og sigraði lotuna sem skilaði henni á endanum sigrinum en dómaraþríeykið var allt sammála um að Sunna væri sigurvegari bardagans. Tveir dómarar gáfu henni tvær lotur, fyrstu og þriðju, en einn dómari gaf henni allar þrjár loturnar. Kemur fram á heimasíðu MMA Frétta að Sunna og Martin hafi fengið þúsund dala bónus hvor. Það samsvarar um hundrrað og tíu þúsund krónur. Livia Renata Souza og Ashley Cummins fengu bónusa fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. Sunna hefur nú unnið báða bardaga sína sem atvinnubardagakappi í Invicta.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00
Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00
Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23