„Ég er stoltur af liðinu, hvernig það tókst á við reglubreytingarnar og árangurinn talar sínu máli. Ég er spenntur fyrir keppninni á morgun sem verður jöfn,“ sagði Hamilton. Ráspólstíminn í ár var 1.22:188 en í fyrra náði Hamilton ráspól með 1.23:837.
„Við erum með góðan bíl og það er eldmóður í liðinu sem er skemmtilegt. En ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem kom Ferrari á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Singapúr 2015.
„Þriðja sæti er ekki það sem ég vil. Ég náði engum fullkomnum hring í tímatökunni. Ég ætla að einbeita mér að því að ná góðum úrslitum í keppninni á morgun. Ég er einnig mjög stoltur af því að vera hluti af þessu liðið og hvernig liðið tókst á við breytingarnar,“ sagði Valtteri Bottas.

„Ég er líkamlega í lagi eftir þetta en stoltið er brotið. Ég missti bara bílinn og ég er bara feginn að þetta gerðist ekki í fyrstu lotu, svona svo ég horfi á jákvæðu hliðarnar. Ég verða að reyna að njóta þess að aka á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem setti ekki tíma í þriðju lotunni á Red Bull bílnum.
„Bíllinn er afar góður, við höfum hitt naglann á höfuðið. Það er greinilega mikil geta í bílnum. Við höfum fengið hjálp frá Ferrari og ég náði góðum hring,“ sagði Romain Grosjean sem varð sjötti á Haas bílum.
Bein útsending frá fyrstu keppni tímabilsins hefst klukkan 4:30 á Stöð 2 Sport í fyrramálið. Keppnin verður að öllum líkindum hörð á milli Mercedes og Ferrari.