Nauðgaði 17 ára samstarfskonu sinni á árshátíð vinnunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 16:01 Maðurinn neitaði sök. Vísir/VAlli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira