Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 16:35 Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði. Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði.
Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15