Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 16:35 Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði. Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði.
Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15