Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2017 13:15 Fjallið sem Andreas Lubitz flaug á svo 150 manns létu lífið. Vísir/AFP Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira