Ógagnsæ kaup Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. mars 2017 09:56 Kaup hóps alþjóðlegra fjárfesta á tæplega þriðjungshlut í Arion banka vekja upp ýmsar spurningar. Í raun er ekki hægt að taka afstöðu til tíðindanna fyrr en upplýst verður hverjir standa að baki sjóðunum sem kaupa hlutabréfin og hvað vakir fyrir þeim. Greint var frá því í gær að söluandvirðinu sem kemur í hlut Kaupþings vegna sölunnar á samtals 29 prósenta hlut í Arion banka, alls 48,8 milljörðum króna, verður ráðstafað til að greiða inn á skuldabréf Kaupþings hjá ríkissjóði. Hluti af samkomulagi slitabús Kaupþings banka við stjórnvöld í tengslum við gerð nauðasamnings var greiðsla sérstaks stöðugleikaframlags. Hluti af því framlagi var umrætt skuldabréf upp á 84 milljarða króna. Það er því ánægjulegt að greitt verði inn á bréfið en þaðan verður fénu ráðstafað til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fjárfestarnir ganga samtímis frá kaupunum og samanlögð hlutafjáreign þeirra verður 29 prósent eins og áður segir. Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs eignast 2,6 prósent í Arion banka og félagið Sculptor Investments 6,6 prósent. Það vekur sérstaka athygli að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital og sjóðsstýringarfyrirtækið Attestor Capital fara hvort um sig með 9,99 prósenta hlut í Arion banka eftir viðskiptin. Þetta þýðir að þessir hluthafar fara ekki yfir þröskuld virks eignarhlutar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og eru því ekki háðir staðfestingu Fjármálaeftirlitsins á því hvort þeir séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta virðist vera með ráðum gert og er auðvitað ekki til þess fallið að vekja traust. Ef sjóðirnir ætla að eiga með sér samstarf sem hluthafar í Arion banka, væri þá ekki tilhlýðilegra að koma fram saman og fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins strax og í gegnum þá lögbundnu ferla sem gilda um þá sem vilja fara með virkan eignarhlut í bönkum hér á landi? Þess skal þó getið að FME hefur upplýst að hinir nýju hluthafar fari ekki með atkvæðisrétt í Arion banka að svo stöddu. Þá vantar frekari upplýsingar um endanlega eigendur sjóðanna. Hverjir standa að félaginu Sculptor Investments í Lúxemborg? Þetta er félag tengt sjóðsstýringarfyrirtækinu Och-Ziff Capital Management Group sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar. Það er auðvitað ekki nokkur leið að glöggva sig á því hvort tilkoma þessa fyrirtækis inn í hluthafahóp Arion banka sé góð fyrir bankann eða íslenskan almenning, sem er í viðskiptum við þennan banka, þegar mjög takmarkar upplýsingar liggja fyrir um félagið. Að þessu virtu er mikilvægt að stjórnvöld og fjölmiðlar afli frekari upplýsinga um hina nýju hluthafa Arion banka og miðli þeim upplýsingum áfram til almennings. Gagnsæi eignarhalds er ein af grunnforsendum helbrigðra viðskiptahátta á fjármálamarkaði. Það er ekki sjálfstætt fagnaðarefni að fá erlenda fjárfesta í íslenska bankakerfið nema við vitum að minnsta kosti hverjir þeir eru og hvað vakir fyrir þeim.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Kaup hóps alþjóðlegra fjárfesta á tæplega þriðjungshlut í Arion banka vekja upp ýmsar spurningar. Í raun er ekki hægt að taka afstöðu til tíðindanna fyrr en upplýst verður hverjir standa að baki sjóðunum sem kaupa hlutabréfin og hvað vakir fyrir þeim. Greint var frá því í gær að söluandvirðinu sem kemur í hlut Kaupþings vegna sölunnar á samtals 29 prósenta hlut í Arion banka, alls 48,8 milljörðum króna, verður ráðstafað til að greiða inn á skuldabréf Kaupþings hjá ríkissjóði. Hluti af samkomulagi slitabús Kaupþings banka við stjórnvöld í tengslum við gerð nauðasamnings var greiðsla sérstaks stöðugleikaframlags. Hluti af því framlagi var umrætt skuldabréf upp á 84 milljarða króna. Það er því ánægjulegt að greitt verði inn á bréfið en þaðan verður fénu ráðstafað til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fjárfestarnir ganga samtímis frá kaupunum og samanlögð hlutafjáreign þeirra verður 29 prósent eins og áður segir. Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs eignast 2,6 prósent í Arion banka og félagið Sculptor Investments 6,6 prósent. Það vekur sérstaka athygli að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital og sjóðsstýringarfyrirtækið Attestor Capital fara hvort um sig með 9,99 prósenta hlut í Arion banka eftir viðskiptin. Þetta þýðir að þessir hluthafar fara ekki yfir þröskuld virks eignarhlutar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og eru því ekki háðir staðfestingu Fjármálaeftirlitsins á því hvort þeir séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta virðist vera með ráðum gert og er auðvitað ekki til þess fallið að vekja traust. Ef sjóðirnir ætla að eiga með sér samstarf sem hluthafar í Arion banka, væri þá ekki tilhlýðilegra að koma fram saman og fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins strax og í gegnum þá lögbundnu ferla sem gilda um þá sem vilja fara með virkan eignarhlut í bönkum hér á landi? Þess skal þó getið að FME hefur upplýst að hinir nýju hluthafar fari ekki með atkvæðisrétt í Arion banka að svo stöddu. Þá vantar frekari upplýsingar um endanlega eigendur sjóðanna. Hverjir standa að félaginu Sculptor Investments í Lúxemborg? Þetta er félag tengt sjóðsstýringarfyrirtækinu Och-Ziff Capital Management Group sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði sérhæfðrar eignastýringar. Það er auðvitað ekki nokkur leið að glöggva sig á því hvort tilkoma þessa fyrirtækis inn í hluthafahóp Arion banka sé góð fyrir bankann eða íslenskan almenning, sem er í viðskiptum við þennan banka, þegar mjög takmarkar upplýsingar liggja fyrir um félagið. Að þessu virtu er mikilvægt að stjórnvöld og fjölmiðlar afli frekari upplýsinga um hina nýju hluthafa Arion banka og miðli þeim upplýsingum áfram til almennings. Gagnsæi eignarhalds er ein af grunnforsendum helbrigðra viðskiptahátta á fjármálamarkaði. Það er ekki sjálfstætt fagnaðarefni að fá erlenda fjárfesta í íslenska bankakerfið nema við vitum að minnsta kosti hverjir þeir eru og hvað vakir fyrir þeim.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun