KR er búið að semja við danska framherjann Tobias Thomsen.
Hann kemur til KR frá danska liðinu AB. Hann er búinn að spila 128 leiki í Danmörku og skora í þeim 55 mörk. Hann hefur leikið með AB, Næstved, Nyköbing og Köge.
Þetta er strákur fæddur árið 1992 og er sagður vera duglegur, vinnusamur og sterkur framherji.
Thomsen er fjórði leikmaðurinn sem KR fær til sín fyrir tímabilið en hinir eru Robert Sandnes, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Garðar Jóhannsson.
Hann er enn fremur fjórði Daninn í herbúðum KR-inga en þar eru fyrir Morten Beck, Michael Præst og Kennie Chopart.
Daninn Tobias mættur í Vesturbæinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn


Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn

Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn


